Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Hótel Sögu 64 milljónir | Endurbætur og breytingar: Ingibjörg verður áfram hótelstjóri, matstofa starfsmanna færð og 27 ný hótelherbergi
Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins.
Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu.
„Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu sem sent var á visir.is.
„Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“
Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni sem birt er á visir.is segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst.
Endurbætur í Bændahöllinni og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hótel Sögu
Á fundi í Bændahöllinni með starfsmönnum Bændasamtaka Íslands og Hótel Sögu sem haldinn var þriðjudaginn 12. ágúst voru kynnt áform um breytingar á rekstri og nýtingu Bændahallarinnar og viðhald og endurbætur á fasteigninni, en þetta kemur fram á heimasíðu Bændasamtakana.
Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast mun sem fyrr allan hótel og veitingarekstur í húsinu, en Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. Þá stendur til að skrifstofur hótelsins sem nú eru í austurhluta norðurbyggingar Bændahallarinnar verði færðar inn á skrifstofugang Bændasamtakanna. Lífeyrissjóði bænda og búgreinafélögum stendur jafnframt til boða annað skrifstofupláss í húsinu.
Í framhaldinu verði allri norðurbyggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðarþingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
Á næstu mánuðum og árum verður að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Undanfarið hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu.
Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi og bætist 27 í byrjun sumars 2016, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt