Frétt
Hagar hf. kaupa Eldum rétt
Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt.
Eldum rétt sérhæfir sig í gerð ljúffengra matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu. Í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta og hagað matseðli vikunnar þannig að hann henti allri fjölskyldunni.
Matarpökkunum fylgja einfaldar leiðbeiningar sem gera öllum fært að elda gómsætar máltíðir úr hágæða hráefni. Eldum rétt leggur áherslu á að gera eldamennskuna auðveldari, kvöldmatinn betri og nýtingu hráefna sem hagkvæmasta.
Finnur Oddsson forstjóri Haga segir í tilkynningu
„Hjá Högum og dótturfélögum fylgjumst við vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun.
Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni.”
Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ráðgjafar Haga í viðskiptunum voru fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka og BBA//Fjeldco
“Frá stofnun Eldum rétt fyrir um 9 árum síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í okkar starfsemi. Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins.
Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.‘‘
segir Valur Hermannsson framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt.
Mynd: hagar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann