Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hafsteinn flottur í viðtali hjá Ísland í Dag
Hafsteinn Ólafsson sem sigraði eftirminnilega í keppninni Kokkur ársins 23. september s.l. í Flóa í Hörpu, var í gær í skemmtilegu viðtali í þættinum Ísland í Dag.
Hafsteinn er metnaðarfullur matreiðslumaður og hefur keppt í fjölmörgum keppnum, verið aðstoðamaður Sigurðar Helgasyni í Bocuse d´Or 2013. Hafsteinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu en liðið kemur til með að keppa á Heimsmeistaramóti landsliða í matreiðslu í Lúxemborg í nóvember 2018.

Kokkalandsliðið 2017.
Hafsteinn Ólafsson er hér lengst til hægri í fremstu röð.
Kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir Heimsmeistaramót landsliða í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg í nóvember 2018 og framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli.
Hafsteinn hefur starfað á veitingastöðunum Grillinu á Hótel Sögu, Cava, Apótekinu Grill, Ion Hótelinu og nú á Sumac svo fátt eitt sé nefnt.
Hafsteinn hefur keppt í Kokkur ársins í fjögur skipti, verið í 2. sæti þrisvar sinnum og 1. sæti í Kokkur ársins 2017 sem var svo sannarlega verðskuldað.
Þáttinn Ísland í Dag er hægt að horfa á með því að smella hér.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum