Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hafsteinn flottur í viðtali hjá Ísland í Dag
Hafsteinn Ólafsson sem sigraði eftirminnilega í keppninni Kokkur ársins 23. september s.l. í Flóa í Hörpu, var í gær í skemmtilegu viðtali í þættinum Ísland í Dag.
Hafsteinn er metnaðarfullur matreiðslumaður og hefur keppt í fjölmörgum keppnum, verið aðstoðamaður Sigurðar Helgasyni í Bocuse d´Or 2013. Hafsteinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu en liðið kemur til með að keppa á Heimsmeistaramóti landsliða í matreiðslu í Lúxemborg í nóvember 2018.

Kokkalandsliðið 2017.
Hafsteinn Ólafsson er hér lengst til hægri í fremstu röð.
Kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir Heimsmeistaramót landsliða í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg í nóvember 2018 og framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli.
Hafsteinn hefur starfað á veitingastöðunum Grillinu á Hótel Sögu, Cava, Apótekinu Grill, Ion Hótelinu og nú á Sumac svo fátt eitt sé nefnt.
Hafsteinn hefur keppt í Kokkur ársins í fjögur skipti, verið í 2. sæti þrisvar sinnum og 1. sæti í Kokkur ársins 2017 sem var svo sannarlega verðskuldað.
Þáttinn Ísland í Dag er hægt að horfa á með því að smella hér.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






