Markaðurinn
Hafliði kynnti íslenskt lambakjöt í Berlín með Michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt
Á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlin var íslensku lambakjöti gerð góð skil með kynningu og sölu til mótsgesta. Að verkefninu koma vörumerki þýskra seljenda Vikingyr ofl samstarfsaðilar. Vikingyr kaupir sitt kjöt frá Kjarnafæði í gegnum innflytjandann RW Warenhandel. Icelandic Lamb styður við verkefnið með gerð auglýsingaefnis og birtinga auk þess að leggja þjóðverjunum lið við viðburði sem þennan.
Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Icelandic Lamb tók þátt í kynningu og matreiðslu með þýska teyminu með michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt. þar sem þúsundir gesta smökkuðu lambið í ýmsum útfærslum á lamba veitingastað Vikingyr.
Að auki bauð Vikingyr og Icelandic lamb gestum í 50 ára afmæli FEIF ( International Federation of Icelandic Horse Associations) á bás Horses Of Iceland upp á lambarétti sem Hafliði framreiddi.
Myndir: aðsendar / úr einkasafni Hafliða.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










