Markaðurinn
Hafliði kynnti íslenskt lambakjöt í Berlín með Michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt
Á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlin var íslensku lambakjöti gerð góð skil með kynningu og sölu til mótsgesta. Að verkefninu koma vörumerki þýskra seljenda Vikingyr ofl samstarfsaðilar. Vikingyr kaupir sitt kjöt frá Kjarnafæði í gegnum innflytjandann RW Warenhandel. Icelandic Lamb styður við verkefnið með gerð auglýsingaefnis og birtinga auk þess að leggja þjóðverjunum lið við viðburði sem þennan.
Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Icelandic Lamb tók þátt í kynningu og matreiðslu með þýska teyminu með michelin stjörnukokkinum Tom Wickboldt. þar sem þúsundir gesta smökkuðu lambið í ýmsum útfærslum á lamba veitingastað Vikingyr.
Að auki bauð Vikingyr og Icelandic lamb gestum í 50 ára afmæli FEIF ( International Federation of Icelandic Horse Associations) á bás Horses Of Iceland upp á lambarétti sem Hafliði framreiddi.
Myndir: aðsendar / úr einkasafni Hafliða.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum