Vertu memm

Pistlar

Hafliði Halldórsson dæmdi í Noregi – „Dómgæsla í matreiðslu er fagleg veisla fyrir okkur matarnördana..“

Birting:

þann

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson
Mynd: Icelandic Lamb

Hvað fáum við út úr starfi í félagasamtökum eins og okkar ágæta félagi sem við tilheyrum?

Uppskeran er oftast í samræmi við það sem er lagt inn, eins og svo margt annað í lífinu.

Fyrir mína parta er uppskeran vinátta við unga sem aldna hér heima og erlendis sem sameinast í áhuganum á faginu okkar. Það er afraksturinn og þaðan sæki a.m.k. ég innblástur.

Í gegnum tengslanetið koma svo öðru hvoru skemmtileg tækifæri. Mér hlotnaðist þannig sá heiður nýverið að fá boð um að dæma í keppninni Norgesmesterskap i Kokkekunst, þar sem kokkur ársins í Noregi er krýndur.

Auk þess var keppt í þjónakeppninni Norgesmesterskap i Servitørfag. Keppnirnar fóru fram í lok september sl. í Þrándheimi samhliða stóreldhússýningunni Meny. Allar aðstæður á keppnisstað voru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og keppnishaldi stýrt fumlaust af Svein Magnus Gjønvik.

Yfirdómari var Sven Erik Renaa sem vart þarfnast kynningar, en veitingastaður hans Renaa í Stafangri skartar tveimur Michelin stjörnum. Átta keppendur höfðu tryggt sér sæti í úrslitum.

Veisluþjónusta - Banner

Ég dæmdi sem bragðdómari þriggja rétta seðil á seinni keppnisdegi en á fyrri degi fengu keppendur “mystery basket” verkefni með heilum kjúklingi og gerðu úr honum aðalrétt. Skylduhráefni seinni daginn voru gefin upp með góðum fyrirvara og höfðu keppendur haft góðan tíma til æfinga.

Í forrétti var notast við hörpuskel og rækjur, í aðalrétti var lamb, bæði bógur og háls. Í eftirréttinn var svo Valrhona Manjari súkkulaði, kaffi og perur. Keppendur voru nokkrir mjög sterkir, en öll frekar ung og sást að suma í hópnum skorti keppnisreynslu og voru að safna dýrmætri reynslu þessa daga. Eins og oftast þá var mjótt á munum í efstu sætum.

Norgesmesterskap i Kokkekunst 2022

Nils Flatmark og aðstoðarkona hans Maia Tingstad

Sigurvegarinn var Nils Flatmark sem starfar í Speilsalen á hótel Brittania í Þrándheimi. Í öðru sæti varð Siriyaporn Rithisirikrerg á Thon Hotell Lofoten, en þess má geta að hennar þjálfari í keppninni var Magnús Þorri Jónsson. Petter H. Soma á Fisketorget í Stafangri varð þriðji.

Þjónakeppnina sigraði Magne Gaut á Le Bistro Í Þrándheimi. Dómgæsla í matreiðslu er fagleg veisla fyrir okkur matarnördana og ávallt sönn ánægja að fá tækifæri til að taka þátt. Þetta er í annað sinn sem ég dæmi í þessari keppni sem er afar sterk, og umgjörðin fagleg og flott. Norskir frændur okkar eru ávallt höfðingjar heim að sækja og frábært að hitta gamla vini, bæta nýjum í hópinn og sækja faglegan innblástur.

Kokkakveðjur
Hafliði Halldórsson

Myndir: facebook / NKL – Norske Kokkers Landsforening / FotoKnoff

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið