Keppni
Hafdís og Matthías sigruðu Rúllupylsukeppni Íslands

Vinningshafar
Þorgrímur E. Guðbjartsson, Sverrir Kristjánsson (frá Gott í gogginn, Reykjanesbæ), Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir frá Húsavík á Ströndum
Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn, en hugmyndin að keppninni kviknaði á Salone del Gusto í Torino. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food matarhátíðinni þar. Í anda Slow-Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum matarhefðum.
Þátttaka var viðunandi m.t.t. að ekki tóku allir keppnina alvarlega og héldu að þetta væri bara enn ein vitleysan sem Höllu og Þorgrími dytti í hug, segir á vef dalir.is. Rúllupylsur bárust í keppnina af Ströndum, Reykhólasveit, Dölum og Suðurnesjum. Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla virkilega á óvart og verður nú vart aftur snúið að halda keppnina aftur að ári.

Dómarar að störfum
Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmaður og Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food Reykjavík
Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson formaður Slow-Food samtakanna á Íslandi og Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmeistari í Borgarnesi. Eftir mikla yfirlegu og mikið smakk var niðurstaðan sú að sigurvegarar keppninnar væru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum fyrir léttreykta rúllupylsu. Hafdís og Matthías tóku einnig önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk síðan rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.
Rúllupylsukeppni var algjörlega frábær og hjónin sem unnu eru alveg einstök í heimakjötvinnslu, öll vinnan, öll hugsun er til fyrirmyndar, algjörlega. Ég var búin að heyra um þau áður, en það sannreyndist þarna í Króksfjarðarnesi
, sagði Dominique einn af dómurunum í samtali við freisting.is.
Í lokin fengu allir gestir að smakka á rúllupylsunum. Og hafði hver og einn sína skoðun á því hvaða rúllupylsa væri best, enda smekkur fólks mismunandi.
Myndir: Aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir