Vertu memm

Frétt

Hæstiréttur húðskammar Matvælastofnun fyrir framgöngu sína í máli Gæðakokka

Birting:

þann

Gæðakokkar - Nautabökur

Gæðakokkar sýknaðir í nautabökumáli.
Eigendur Gæðakokka voru hjónin Þ. Magnús Nielsson Hansen matreiðslumeistari og Vala Lee Jóhannsdóttir.
Mynd: skjáskot af heimasíðu Gæðakokka

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Matvælastofnun væri skaðabótaskylt vegna fréttar sem birtist á vef stofnunarinnar um að ekkert nautakjöt væri í nautabökum frá matvinnslufyrirtækinu Gæðakokkum.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að Hæstiréttur húðskammar Matvælastofnun fyrir framgöngu sína í málinu, meðferð þess hafi verið ólögmæt og hafi auk þess verið slíkum annmörkum háð af hálfu starfsmanna MAST að skilyrði um saknæmi hafi verið fullnægt. Matvælastofnun beri því ábyrgð á tjóni fyrirtækisins.

Vefur Matvælastofnunar birti frétt þess efnis í febrúar fyrir fjórum árum að ekkert nautakjöt væri nautaböku frá Gæðakokkum í Borgarnesi.

Fyrirtækið var síðan kært til lögreglu og loks ákært fyrir vörusvik en sýknað í Héraðsdómi Vesturlands.  Dómurinn taldi að rannsókn málsins hefði verið ábótavant, aðeins eitt sýni hefði verið tekið og þessi mistök ekki gerð af ásetningi, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið