Frétt
Hækkun á skilagjaldi drykkjarvöruumbúða tekur gildi
Útborgað skilagjald til neytenda fyrir flöskur og dósir til hækkar í dag úr sextán krónum í átján á hverja einingu. Alþingi samþykkti í apríl frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota drykkjarvöruumbúða.
Í lögunum felast breytingar sem auka eiga skil og endurvinnslu á einnota drykkjarvöruumbúðum, m.a. með hækkun skilagjalds, sem tekur gildi í dag.
Lagabreytingin hefur einnig í för með sér að hægt verður að hefja markvissa vinnu við endurvinnslu á einnota glerumbúðum á þessu ári. Glerumbúðir eru að hluta endurnýttar á Íslandi og þá aðallega notaðar sem fyllingarefni. Engin endurvinnsla glerumbúða fer fram hér á landi og hefur gler ekki heldur verið flutt utan til endurvinnslu. Endurvinnsluhlutfallið hefur því verið núll til margra ára en núgildandi markmið hljóðar upp á 60% endurvinnslu. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref og stuðlar að því að markmið um endurvinnslu glerumbúða sem falla til hér á landi verði uppfyllt á komandi árum.
Þá er í lögunum skilgreindur nýr flokkur drykkjarvöruumbúða, þ.e. umbúðir úr endurunnu, ólituðu plastefni, sem mun bera lægra gjald en aðrar plastumbúðir og felur þannig í sér hvata til notkunar á endurunnu plasti til framleiðslu nýrra drykkjarvöruumbúða.
Markmið laganna er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með því að stuðla að aukinni söfnun og endurvinnslu allra einnota drykkjarvöruumbúða og minnka notkun þeirra.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi