Starfsmannavelta
Hækkuðu leiguna úr 315 þúsund í 650 þúsund – „…ekki lengur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri“
„Það er með miklum trega, sem við neyðumst til að tilkynna ykkur að kaffihúsið C is for Cookie mun hætta störfum frá og með mánaðarmótum febrúar/mars.“
Að því er fram kemur í tilkynningu frá kaffihúsinu og segir jafnframt:
„Þegar til stendur að hækka húsaleiguna hjá okkur yfir 100% er einfaldlega ekki lengur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri.“
Úr 315 þúsund í 650 þúsund
Á visir.is er fjallað um leigusamninginn hjá kaffihúsinu og fyrrverandi leigusala en hann hefur verið laus undanfarna mánuði. Fyrri samningur hljóðaði upp á 315 þúsund króna leigugreiðslu á mánuði og nýju eigendur húsnæðisins vilja fá um 650 þúsund krónur í leigu á mánuði. Nánari umfjöllun um málið er hægt að lesa á visir.is hér.
„Við viljum þakka öllum þeim yndislegu fastakúnnum, sem hafa vanið komur sínar til okkar í gegnum árin, öll hlýju orðin og kveðjurnar. Enn fremur viljum við þakka öllu því frábæra starfsfólki, sem hefur staðið vaktina með okkur. En öll ævintýri taka enda og nú hefst bara nýr kafli í nýju ævintýri. Það er því með tregafullu brosi, sem við kveðjum ykkur og þökkum kærlega fyrir allar góðu stundirnar.“
Segir að lokum í tilkynningu frá C is for Cookie.
Myndir: facebook / C is for Cookie Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó








