Vín, drykkir og keppni
Hacha tekur yfir Kokteilbarinn
Fjölsóttasti agavestaður í Austur London, Hacha, hefur ásamt hinu margverðlaunaða The Lost Explorer boðað til yfirtöku á Kokteilbarnum, Klapparstíg í eina kvöldstund, miðvikudaginn 10. maí.
Þetta umtalaða barþjónatvíeyki eru Deano Moncrieffe, stofnandi Hacha, og Ben Guillou, aðstoðar yfirbarþjónn munu koma til Reykjavíkur til að kynna sínar nálganir á kokteilum gerðum með The Lost Explorer Mezcal. Báðir hafa þeir sérlega mikla þekkingu á öllum þeim afurðum sem gerðar eru úr agave plöntunni, t.d. Tequila, Mezcal o.fl., þar sem staðirnir þeirra, Hacha í London bjóða nær eingöngu upp á drykki sem gerðir eru úr afurðum þessarar plöntu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Hacha teymið tekur yfir bar á erlendri grundu síðan þeir opnuðu í apríl 2019. Deano og Ben mun bjóða upp á kokteilseðil með fimm kokteilum sem eru undir íslenskum áhrifum og eru allir gerðir úr einni af þremur tegundum af The Lost Explorer Mezcal, Espadín 8 ára, Tobalá 10 ára og Salmiana 12 ára. Deano hefur nú þróað íslenskan snúning á sínum fræga einkenniskokteil, The Mirror Margarita, sérstaklega fyrir þessa Íslandsferð.
Á kokteilseðlinum á Kokteilbarnum verða eftirfarandi drykkir:
SALTED PEAR AND WHITE TEA MIRROR MARGARITA
Hvít te legið The Lost Explorer Espadín 8 ára, Hacha sýrublanda, Sykurreys-síróp, Peru essence, sjávarsalt
GRILLED BANANA AND YUZU MARGARITA
The Lost Explorer Tobalá 10 ára, safi úr brenndri sítrónu og lime, bananalíkjör, yuzu
THE LOST JOURNAL
The Lost Explorer Espadín 8 ára, Brennivín, sellerísafi, sýrublanda, sykursíróp, Marmite, ormasalt
TOBALÁ ESPRESSO MARTINI
The Lost Explorer Tobalá 10 ára, kaffilíkjör, kaldbruggað mexíkóskt kaffi, rúgbrauðssíróp
WILD AT HEART
The Lost Explorer Salmiana 12 ára, villiblóðbergssíróp, Hacha sýrublanda, rabarbara tonic
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta