Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Hacha tekur yfir Kokteilbarinn

Birting:

þann

Hacha tekur yfir Kokteilbarinn

Fjölsóttasti agavestaður í Austur London, Hacha, hefur ásamt hinu margverðlaunaða The Lost Explorer boðað til yfirtöku á Kokteilbarnum, Klapparstíg í eina kvöldstund, miðvikudaginn 10. maí.

Þetta umtalaða barþjónatvíeyki eru Deano Moncrieffe, stofnandi Hacha, og Ben Guillou, aðstoðar yfirbarþjónn munu koma til Reykjavíkur til að kynna sínar nálganir á kokteilum gerðum með The Lost Explorer Mezcal. Báðir hafa þeir sérlega mikla þekkingu á öllum þeim afurðum sem gerðar eru úr agave plöntunni, t.d. Tequila, Mezcal o.fl., þar sem staðirnir þeirra, Hacha í London bjóða nær eingöngu upp á drykki sem gerðir eru úr afurðum þessarar plöntu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Hacha teymið tekur yfir bar á erlendri grundu síðan þeir opnuðu í apríl 2019. Deano og Ben mun bjóða upp á kokteilseðil með fimm kokteilum sem eru undir íslenskum áhrifum og eru allir gerðir úr einni af þremur tegundum af The Lost Explorer Mezcal, Espadín 8 ára, Tobalá 10 ára og Salmiana 12 ára. Deano hefur nú þróað íslenskan snúning á sínum fræga einkenniskokteil, The Mirror Margarita, sérstaklega fyrir þessa Íslandsferð.

Veisluþjónusta - Banner

Á kokteilseðlinum á Kokteilbarnum verða eftirfarandi drykkir:

SALTED PEAR AND WHITE TEA MIRROR MARGARITA
Hvít te legið The Lost Explorer Espadín 8 ára, Hacha sýrublanda, Sykurreys-síróp, Peru essence, sjávarsalt

GRILLED BANANA AND YUZU MARGARITA
The Lost Explorer Tobalá 10 ára, safi úr brenndri sítrónu og lime, bananalíkjör, yuzu

THE LOST JOURNAL
The Lost Explorer Espadín 8 ára, Brennivín, sellerísafi, sýrublanda, sykursíróp, Marmite, ormasalt

TOBALÁ ESPRESSO MARTINI
The Lost Explorer Tobalá 10 ára, kaffilíkjör, kaldbruggað mexíkóskt kaffi, rúgbrauðssíróp

WILD AT HEART
The Lost Explorer Salmiana 12 ára, villiblóðbergssíróp, Hacha sýrublanda, rabarbara tonic

Mynd: aðsend

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið