Vín, drykkir og keppni
Gyllta Glasið 2015
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2015 sem var haldin í 11 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2014 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 4-5 maí. Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 119 vín til leiks frá 13 vínbirgjum.
Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þáttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.
Alls voru það 24 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Sigrúnu Þormóðsdóttir Ástþóri Sigurvinssyni og Jóni Eggert Víðissyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu með frábærum veitinginum.
- Tinna
- Stefan í Vínekran
- Sigurður í Mekka
- Sammir og Birkir í Haugen
- Óli, Þorri og Kári
- Óðinn í Globus
- Atli í KKK
- Axel Aage
10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2015. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2015
Hvítvín |
Verð |
Vínbirgi |
Bramito del Cervo Chardonnay 2014 | 2.799 | Globus |
Tariquet Réserve 2013 | 2.590 | Vínekran |
Willm Gewurztraminer Reserve 2013 | 2.999 | Haugen |
Willm Riesling Reserve 2013 | 2.699 | Haugen |
Terrunyo Sauvignon Blanc 2009 | 3.099 | Mekka |
Envoy Chardonnay 2011 | 2.758 | Vífilfell |
Jean Leon 3055 Organic Chardonnay 2014 | 2.790 | KKK |
Jacobus Riesling Trocken 2013 | 2.956 | Berjamór |
Domaine Tabordet Pouilly Fume 2013 | 2.965 | Vífilfell |
Vicar’s Choice Riesling 2012 | 2.499 | Haugen |
Rauðvín |
||
Domaine de Villemajou Corbieres Boutenac 2013 | 3.199 | Globus |
Château La Sauvageonne Cuvée Pica Broca 2013 | 2.969 | Globus |
Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2013 | 2.999 | Mekka |
Nederburg Manor House Cabernet Sauvignon 2012 | 2.599 | Globus |
Morandé Gran Reserva Merlot 2011 | 2.767 | Vífilfell |
Marques de Casa Concha Merlot 2012 | 2.999 | Mekka |
Coto de Imaz Gran Reserva 2005 | 3.499 | Globus |
Bodegas Montecillo Viña Monty Reserva 2009 | 2.998 | Globus |
Pujol Côtes du Roussillon Fûts de Chêne 2012 | 2.790 | Vínekran |
Marques de Caceres Reserva 2009 | 3.292 | Vín Tríó |
Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Ritari/gjaldkeri

-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn