Freisting
GV heildverslun kaupir heildverslunina Bjarma
GV heildverslun hefur keypt heildverslunina Bjarma af Guðmundi Hallgrímssyni.
Heildverslunin Bjarmi hefur um árabil sérhæft sig í sölu hágæðavara til veitingahúsa, bakaría, mötuneyta, sjúkrahúsa og sambærilegra aðila.
Þar ber hæst Debic vörurnar frá Friesland Foods í Belgíu og vörurnar frá Procordia Food í Svíþjóð.
Með þessum kaupum styrkir GV heildverslun sig ennfrekar á gourmet veitingavörumarkaðnum, sem að hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins, frá stofnun þess.
Samfara þessum kaupum, þá mun heildverslunin Bjarmi flytja starfsemi sína, frá Súðarvogi 7 í Reykjavík, í húsnæði GV heildverslunar, að Miðhrauni 16 í Garðabæ, frá og með n.k. áramótum, og mun Guðmundur Hallgrímsson, núverandi eigandi Bjarma, hefja störf hjá GV heildverslun frá sama tíma.
Með þessum samruna verður til eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi, sem að sérhæfir sig í gourmet vörum fyrir veitingamarkaðinn, og er von okkar, að samfara þessari breytingu, verði þjónustan við markaðinn öflugri en nokkru sinni fyrr.
Fréttatilkynning
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





