Freisting
GV heildverslun kaupir heildverslunina Bjarma
GV heildverslun hefur keypt heildverslunina Bjarma af Guðmundi Hallgrímssyni.
Heildverslunin Bjarmi hefur um árabil sérhæft sig í sölu hágæðavara til veitingahúsa, bakaría, mötuneyta, sjúkrahúsa og sambærilegra aðila.
Þar ber hæst Debic vörurnar frá Friesland Foods í Belgíu og vörurnar frá Procordia Food í Svíþjóð.
Með þessum kaupum styrkir GV heildverslun sig ennfrekar á gourmet veitingavörumarkaðnum, sem að hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins, frá stofnun þess.
Samfara þessum kaupum, þá mun heildverslunin Bjarmi flytja starfsemi sína, frá Súðarvogi 7 í Reykjavík, í húsnæði GV heildverslunar, að Miðhrauni 16 í Garðabæ, frá og með n.k. áramótum, og mun Guðmundur Hallgrímsson, núverandi eigandi Bjarma, hefja störf hjá GV heildverslun frá sama tíma.
Með þessum samruna verður til eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi, sem að sérhæfir sig í gourmet vörum fyrir veitingamarkaðinn, og er von okkar, að samfara þessari breytingu, verði þjónustan við markaðinn öflugri en nokkru sinni fyrr.
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman