Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gunni Kalli til Íslands

Birting:

þann

Gunnar Karl Gíslason

Gunnar Karl Gíslason

Gunnar Karl Gíslason þarf vart að kynna fyrir lesendum veitingageirans, en hann hefur s.l. þrjú og hálft starfað á Michelin veitingastaðnum Agern í New York og er nú kominn til Íslands og hefur hafið störf hjá Dill, Systir, Mikkeller & Friends.

Það er ekki búið að vera rólegt að gera hjá Gunnari eftir heimkomu í byrjun apríl, þar sem hann var gestakokkur á Elske í Chicago og þaðan fór hann til Denver með Dill og Systur PopUp.

Hvers vegna að hætta hjá Agern?
Í raun var engin ein sérstök ástæða fyrir því. Ég var farinn að sakna íslenskrar náttúru mikið, loftslags og auðvitað fjölskyldu. Upprunalega var planið að vera í 2 ár, en við enduðum á að vera í 3,5 ár.

Einnig spilaði mikið inn í að koma aftur á Dill, Systur og Mikkeller & friends. Mig var farið að klægja mjög svo í puttana að halda áfram á því sem ég var að gera þar. Kári var akkúrat að hætta sem yfirkokkur þannig að við ákváðum bara að heim skyldi halda.

Hvernig var að starfa á Agern?
Á Agern var yndislegt að vera, þrátt fyrir að áföllin hefðu mátt vera ögn færri. Tvisvar flæddi mjög illa yfir staðinn þannig að loka þurfti í lengri tíma. En burt séð frá því, þá var vissulega frábært að fá Michelin stjörnu strax eftir einhverja 5-6 mánuði og einnig meiriháttar gagnrýni og þrjár stjörnur frá Pete Wells hjá NY Times. Eins var yndislegt að vinna náið með Claus Meyer, af honum lærði ég mikið og á honum mikið að þakka og þar eignaðist ég svo sannarlega góðan vin.

Sjá einnig: Gunnar Karl nælir í Michelinstjörnu

Hvað var eftirminnilegast í starfi þínu á Agern?
Úfff… Michelin stjarnan kom mjög á óvænt, þar sem við vorum búin að vera með opið í ótrúlega stuttan tíma þegar að við fengum hana. En mikið rosalega var það ljúft þegar að herra Michael Ellis hringdi og sagði mér fréttirnar. Fréttum reyndar fyrr um daginn um gædinn hafði lekið út, en ég þorði ekki að fagna eða yfirhöfuð vera glaður fyrr en að hann hafði hringt. Það var svo sætt.

Að fá 3 stjörnur frá Pete Wells í NY Times var líka algerlega magnað. Ég les stundum greinina hans þegar að mig vantar kraft og finnst ég vera glataður. Hún er gefandi (fyrir mig í það minnsta).

En ekki var þetta nú allt dans á rósum…. þegar það flæddi yfir okkur í fyrra skiptið. Það flóð nánast eyðilagði veitingastaðinn. Það var lokað í einhverja 5 mánuði og það tjón var augjóslega hræðilegt fyrir alla.

Hvað tekur við?
Nú er ég að fara að sinna mínu. Dill, Systir, Mikkeller & Friends, get ekki beðið.

Mynd aðsend: úr einkasafni / Gunnar Karl Gíslason

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið