Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gunnar Karl og félagar hjá Agern fá lofsamlega dóma í New York Times – Vídeó
Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður flutti í byrjun árs til New York til þess að opna veitingastaðinn Agern ásamt hinum danska frumkvöðli og sjónvarpsmanni Claus Meyer. Agern opnaði snemma vors hefur farið mjög vel af stað. Í forsíðuumfjöllun fjallar blaðamaður New York Times, Pete Wells, um veitingastaðinn og fer hann lofsamlegum orðum um staðinn.
„Ég er einstaklega stoltur og hamingjusamur með samstarfsfólk mitt.“
segir Gunnar um þessa umjöllun.
Skrunið niður til að sjá myndbönd.
Agern er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Gunnar hefur oftast nær kenndur við margrómaðan veitingastað sinn Dill í Reykjavík. Pete segir meðal annars í greininni:
„Frá opnun hefur Agern tekist að gera lestarstöðina og veitingahúsaflóruna í New York mun áhugaverðari.“
Það er óhætt að segja að Gunnar hafi með opnun á Agern geirnelgt íslenska matargerð og matarhefð á heimskortið. New York er ekki auðveld borg til þess að opna veitingastað og er samkeppni þar mikil og sannar þessi umfjöllun að Gunnar, Claus og félagar hafi tekist vel til með markmið sitt. Árangur Gunnars má stíla á elju, mikla hæfileika og trú á sínar eigin hugsjónir.
Greinina má lesa með því að smella hér.
Líkt og á Dill hefur Gunnar unnið með bestu fáanlegu og mest sérkennandi afurðirnar sem New York-fylki hefur að bjóða í náinni samvinnu við handverksbændur og birgja úr fylkinu. Hann hefur einnig flutt með sér hráefni upprunin frá Norðurlöndunum eins og skyr, íslenskt söl og finnska sveppi og sömuleiðis notar kokkateymið á Agern fornar norrænar aðferðir eins og söltun, pæklun og reyk.
Hinn margrómaði veitingastaður Gunnars, Dill, hefur getið sér gott orð hérlendis sem og erlendis. Samstarfsmaður Gunnars til margra ára, Ragnar Eiríksson, tók við eldhúsi Dill og rekur staðinn með miklum sóma. Gunnar heldur enn sinni sterku aðild þar eins og sömuleiðis á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel, Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends Reykjavík sem eru staðir sem Gunnar hefur mótað ásamt fleirum.
Myndbönd
Ekki nóg með að New York Times hafa fjallað um Agern, því í síðustu viku birtust umfjallanir um Agern á heimasíðunni Grub Sreet og eins þegar Lauren Scala hjá NBC New York kíkti á matarmarkaðinn í Grand Central Terminal:
Potluck tók skemmtilegt viðtal við Gunnar Karl, þar sem hann lýsir þróun á einum af sérréttum Agern:
Heimasíða Agern má skoða með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin