Markaðurinn
Gunnar Ágúst Thoroddsen ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout
Dineout styrkir teymið enn frekar með ráðningu Gunnars Ágústs Thoroddsen í stöðu forstöðumanns sölu og þjónustu. Hann kemur til fyrirtækisins með víðtæka reynslu að baki, eftir fimm ár í krefjandi og fjölbreyttu starfi hjá Nova.
Gunnar Ágúst hefur einnig lokið námi í sálfræði og starfað á mörgum sviðum þar sem hann hefur vakið eftirtekt fyrir störf sín. Hann hefur leitt fjölda krefjandi verkefna með ábyrgð, fagmennsku og miklum árangri.
„Við erum gríðarlega ánægð að fá Gunnar Ágúst til liðs við okkur,“
segir Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout.
„Hann kemur með ferska sýn, lausnamiðaða nálgun og styrkir þá kraftmiklu liðsheild sem við höfum byggt upp á undanförnum árum. Þetta er sannkallaður liðsstyrkur.“

Gunnar Ágúst Thoroddsen forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout ehf. og Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout ehf.
Dineout er leiðandi á sviði stafrænna lausna fyrir veitingageirann og rekur meðal annars vörumerkin Dineout, Icelandic Coupons og Sinna. Markaðsorgið Dineout.is hefur á undanförnum árum orðið sjálfsagður vettvangur sem tengir veitingastaði og almenning saman, þar sem borðabókanir, gjafabréf, tilboð, matarpantanir, salaleiga og margt fleira sameinast á einfaldan og þægilegan hátt.
Sinna er nýjasta vörumerki fyrirtækisins og felur í sér nýstárlegar lausnir fyrir þjónustumarkaðinn með áherslu á heilsu og vellíðan. Með Sinna appinu geta notendur bókað tíma, fengið yfirsýn yfir þjónustuaðila og bókað sína upplifun, á meðan fyrirtækin sjálf fá öflug verkfæri til að einfalda daglegan rekstur og auka sýnileika. Lausnin hefur hlotið frábærar viðtökur á Íslandi og markar mikilvægt skref í þeirri framtíðarsýn Dineout að gera stafræna þjónustu aðgengilegri á sem flestum sviðum.
„Eftir fimm frábær ár hjá Nova er ég spenntur að takast á við nýjar áskoranir hjá Dineout. Hér er öflugt teymi á spennandi vegferð og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að fjölga viðskiptavinum og veita framúrskarandi þjónustu,“
segir Gunnar Ágúst.
Framtíðin er björt og spennandi verkefni framundan, með Gunnar Ágúst í liðinu er Dineout enn betur í stakk búið til að takast á við næstu vaxtarskref bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
Myndir: Arnór Trausti
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






