Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor betur þekktur sem Gulli bakari var heiðraður kaupmaður ársins 2024 á hátíðarkvöldi Þjóðmála nú um helgina.
„Takk Gísli og félagar fyrir að taka eftir því sem maður er að gera og opna umræðuna og auka áhuga um rekstur fyrirtækja og stjórnmál á Íslandi. Heiður að fá að ávarpa fullan sal af flottum fyrirmyndum, þetta hvetur mann áfram að halda áfram á sömu braut.“
Sagði Gulli í tilkynningu.
Kaupmaður ársins er viðurkenning sem veitt er á Íslandi til einstaklinga sem hafa skarað fram úr í viðskiptum, sérstaklega í verslunarrekstri. Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur, frumkvæði, nýsköpun og framlag til íslensks viðskiptalífs.
Gunnlaugur útskrifaðist sem bakari árið 2017 frá Jóni Arilíusi í Kökulist. Í kjölfarið af útskriftinni hans var förinni heitið til Kaupmannahafnar í konditor nám hjá Conditori La Glace.
„Ég vil gera út á persónulega þjónustu og viðskiptavinir viti að hjá mér eru þau að nálgast gott handverk gert úr gæða hráefni.“
Sagði Gulli í samtali við veitingageirinn.is þegar hann opnaði fyrirtækið Gulli Arnar veisluþjónusta í mars 2020.
Sjá einnig: Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi