Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor betur þekktur sem Gulli bakari var heiðraður kaupmaður ársins 2024 á hátíðarkvöldi Þjóðmála nú um helgina.
„Takk Gísli og félagar fyrir að taka eftir því sem maður er að gera og opna umræðuna og auka áhuga um rekstur fyrirtækja og stjórnmál á Íslandi. Heiður að fá að ávarpa fullan sal af flottum fyrirmyndum, þetta hvetur mann áfram að halda áfram á sömu braut.“
Sagði Gulli í tilkynningu.
Kaupmaður ársins er viðurkenning sem veitt er á Íslandi til einstaklinga sem hafa skarað fram úr í viðskiptum, sérstaklega í verslunarrekstri. Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur, frumkvæði, nýsköpun og framlag til íslensks viðskiptalífs.
Gunnlaugur útskrifaðist sem bakari árið 2017 frá Jóni Arilíusi í Kökulist. Í kjölfarið af útskriftinni hans var förinni heitið til Kaupmannahafnar í konditor nám hjá Conditori La Glace.
„Ég vil gera út á persónulega þjónustu og viðskiptavinir viti að hjá mér eru þau að nálgast gott handverk gert úr gæða hráefni.“
Sagði Gulli í samtali við veitingageirinn.is þegar hann opnaði fyrirtækið Gulli Arnar veisluþjónusta í mars 2020.
Sjá einnig: Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?