Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í sjötta sinn á rúmlega ári
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er að innkalla kjúklinginn.
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi rekjanleikanúmera:
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur)
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
Dreifing: Icelandverslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kf. Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Verslun Varmahlíð, Basko/10-11.
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Er þetta í sjötta sinn á rúmlega ári sem að Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði.

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu