Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Er þetta í fjórða sinn á einu ári sem varað er við neyslu á kjúklingi frá Reykjagarði.
Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Sjá einnig:
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni12 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars






