Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Er þetta í fjórða sinn á einu ári sem varað er við neyslu á kjúklingi frá Reykjagarði.
Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Sjá einnig:
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu