Vertu memm

Freisting

Grunnskóla meistararnir 2007 hjá Meistarakokkunum

Birting:

þann

Sigurvegararnir: Arnar, Kjartan og Sindri ásamt Áslaugu Traustadóttur heimilisfræðikennara
Sigurvegararnir:
Arnar, Kjartan og Sindri ásamt Áslaugu Traustadóttur heimilisfræðikennara

Að þessu sinni eru það Grunnskóla meistararnir 2007 hjá Meistarakokkunum á Mbl.is. Grunnskóla meistararnir náði að hreppa fyrsta sætinu í Grunnskólakeppninni sem haldin var 21 apríl s.l. í Hótel og Matvælaskólanum.

Grunnskóla meistararnir koma frá Rimaskóla, en þar á bæ hefur slík keppni verið haldin í fjögur ár. Nemendur í 9. og 10. bekk kepptu síðan í liðakeppni í mars 2007 s.l. og elduðu ýmsa spennandi rétti. Reglur keppninnar eru að hráefni í réttinn má ekki kosta meira en 1000 krónur. Koma má með 2 hráefni aukalega að heiman. Elda þarf réttinn og bera fram á 60 mínútum og 2-4 nemendur eru saman í liði.
 
Dómarar voru:

  • Ari Karlsson frá Argentínu Steikhúsi
  • Jón Snorrason frá Tapasbarnum/Sjávarkjallaranum/Silfrinu
  • Þröstur Magnússon frá Red Chili/Galileo
  • Egill M. Egilson nemi í matreiðslu í Perlunni og sigurvegari fyrstu kokkakeppni Rimaskóla
  • Gunnar Bollason frá Rimaskóla
  • Ágúst Frá Fiskisögu/gallerý kjöt.

Kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur fór síðan fram í fyrsta skipti laugardaginn 21. apríl í Hótel og Matvælaskólanum, en það stóð öllum grunnskólum Reykjavíkur til boða að taka þátt í kokkakeppninni og skráðu 10 skólar sig til keppni.

Þessir skólar voru Álftamýrarskóli, Borgaskóli, Fellaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Korpuskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli.

Nemendur þurftu að elda aðalrétt fyrir einn og hráefnið mátti ekki kosta meira en 1000 krónur. Réttinn þurftu nemendur að elda á 60 mínútum og koma mátti með 2 hráefni aukalega að heiman auk efnis til að skreyta borðið sem maturinn var borinn fram á.

Gefin voru 0-3 stig fyrir útlit réttar á disknum og 0-7 stig fyrir bragð.

  1. sæti:  Arnar Sigurðsson, Kjartan Guðmundsson og Sindri Hrafn Heimisson nemendur í 10.bekk Rimaskóla unnu sigur í keppninni með innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki á matsuhisa salatbeði.

  2. sæti:  urðu þeir félagar Einar Björn Þorsteinsson og Tjörfi Karlsson sem báðir eru í 10. bekk í Álftamýrarskóla en þeir elduðu smálúðuævintýri.

  3. sæti:  voru síðan þau Ísak Gunnarsson, Júlíanna Ósk Einarsdóttir og Íris Blöndal sem öll eru í 9.bekk með ostafyllta beikonvafða kjúklingabringu með rósmarín kartöflu og piparostasósu.

Sigurvegararnir úr Rimaskóla fara í sælkeraferð til London með Áslaugu Traustadóttur heimilisfræðikennara í boði Gestgjafans og Fiskisögu/Gallerí Kjöts. Að auki fengu þeir allir 8000 króna gjafabréf. Auk þess fékk skólinn glæsilegan farandbikar og eignarbikar.

Piltarnir frá Álftamýrarskóla og Sesselja Traustadóttir kennari þeirra fengu glæsiveislu fyrir 2 hvert á veitingastaðnum Silfrinu og 5000 kr. gjafabréf.

Hópurinn úr Hamraskóla og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir kennari þeirra fengu glæsiveislu á Galileo og krakkarnir fengu auk þess 3000 króna gjafabréf.

Í dómnefnd voru:

  • Stefanía Stefánsdóttir, Kennaraháskóla Íslands
  • Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður ársins 2006
  • Ragnar Wessmann fagstjóri í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi
  • Bjarni Gunnar Kristinsson úr landsliði matreiðslumeistara
  • Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans
  • Ágúst R. Þorsteinsson frá Fiskisögu/Gallerí kjöt

Fiskisaga/Gallerí kjöt ásamt Gestgjafanum og Menntaskóla Kópavogs voru aðal bakhjarlar keppninnar. Veitingahúsin Silfrið og Galileo gáfu verðlaun fyrir annað og þriðja sæti og Kaupþing banki gaf öllum sigurvegurum peningagjöf. Margir aðilar lögðu hönd á plóginn til að þessi keppni gæti farið fram og eiga þeir mikla þökk skilið.

Hægt er að horfa á Grunnskóla meistarana með því að smella á eftirfarandi slóðir:

Heimild: Rimaskoli.is
Mynd/rimaskoli.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið