Vertu memm

Markaðurinn

Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?

Birting:

þann

Barþjónaklúbbur Íslands - BCI

Allir sem vilja læra grunnfærni á barnum og töfrana við blöndun kokteila.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem vilja læra grunn færni á barnum og töfrana við blöndun kokteila.

Markmið námskeiðsins er að  þátttakendur öðlist grunnfærni í blöndun kokteila til að bera fram á barnum eða einfaldlega að geti slegið um sig í næstu veislu

Á námskeiðinu er farið yfir öll undirstöðuatriði í kokteilagerð. Farið verður yfir mismunandi aðferðir við framreiðslu á kokteilum, læra að nota baráhöld og fræðast um sígildar kokteila uppskriftir sem eru geysi vinsælar á börum og veitingahúsum í dag. Á námskeiðinu eru gerðir þrír kokteilar frá grunni og tekur það um 3 klst.

Námskeiðið hentar fullkomlega fyrir alla þá sem hafa áhuga á kokteilagerð.

Kennari námskeiðsins er Teitur Riddermann Schiöth. Teitur hefur yfirgripsmikla reynslu sem spannar meira en áratug í bar geiranum og hefur hann unnið til fjölda verðlauna í greininni. Teitur er framreiðslumeistari að mennt og gegnir stöðu forseta Barþjónaklúbbs Íslands. Teitur er einn

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er veglegt kokteilasett fyrir alla þáttakendur.

Skráning hér.

Hefst 21. jan. kl: 18:00

  • Lengd: 3.5 klukkustundir
  • Kennari: Teitur Riddermann Schiöth
  • Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
  • Fullt verð: 20.000 kr.-
  • Verð til aðila IÐUNNAR: 5.000 kr.-
Tengiliður: Valdís Axfjörð Snorradóttir [email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið