Smári Valtýr Sæbjörnsson
Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar
Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins við visir.is.
„Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“
segir Hrefna í samtali við visir.is.
„Okkur finnst þetta passa rosa vel saman. Okkur var farið að langa í bar en vorum ekki farin út í það að stofna nýjan bar, því það er svo mikið af börum í Reykjavík. Þannig að við ákváðum að kaupa okkur inn í besta barinn. Við sjáum fyrir okkur gott samstarf þar á milli,“
segir hún.
Sjá einnig: Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn
Hrefna segir að þau muni halda hugmyndafræðinni eins og hún er á Skúla í dag og muni rækta samstarf á milli Skúla og Fisk- og Grillmarkaðarins.
„Við erum mjög hrifin af öllu eins og þetta er í dag. Við teljum okkur geta gert mjög góða hluti þarna. Við erum með Borg bjóra á Grillmarkaðnum og verðum með mikið úrval áfram af Borg bjórum á Skúla, svo er að koma út nýr bjór frá Borg núna 1. mars sem er búinn til fyrir Fisk- og Grillmarkaðinn og heitir Hrefna og hann verður þá í boði líka á Skúla,“
segir Hrefna Rós Sætran.
Greint frá á visir.is
Mynd: af facebook síðu Skúla Craft Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit