Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar

Birting:

þann

Skúli Craft Bar

Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins við visir.is.

„Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran
Mynd: Guðjón Þór

segir Hrefna í samtali við visir.is.

„Okkur finnst þetta passa rosa vel saman. Okkur var farið að langa í bar en vorum ekki farin út í það að stofna nýjan bar, því það er svo mikið af börum í Reykjavík. Þannig að við ákváðum að kaupa okkur inn í besta barinn. Við sjáum fyrir okkur gott samstarf þar á milli,“

segir hún.

Sjá einnig: Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn

Hrefna segir að þau muni halda hugmyndafræðinni eins og hún er á Skúla í dag og muni rækta samstarf á milli Skúla og Fisk- og Grillmarkaðarins.

„Við erum mjög hrifin af öllu eins og þetta er í dag. Við teljum okkur geta gert mjög góða hluti þarna. Við erum með Borg bjóra á Grillmarkaðnum og verðum með mikið úrval áfram af Borg bjórum á Skúla, svo er að koma út nýr bjór frá Borg núna 1. mars sem er búinn til fyrir Fisk- og Grillmarkaðinn og heitir Hrefna og hann verður þá í boði líka á Skúla,“

segir Hrefna Rós Sætran.

Greint frá á visir.is

Mynd: af facebook síðu Skúla Craft Bar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið