Freisting
Grétar Örvarsson vill opna bakarí í Flórída
Grétar Örvarsson og eiginkonan hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, hyggjast flytja úr landi og opna bakarí í Flórída.
Við stefnum að því að vera í Clemont sem er borg rétt norðaustan við Orlando. Um 20 mínútna akstur, segir Grétar, en þau hjónin eru á förum til Bandaríkjana þar sem þau ætla að reyna fyrir sér í viðskiptum með Íslensk brauð. Vel studd af Reyni bakara á Dalveginum og sonum hans auk tveggja vinkvenna sem deila draumum með Grétari og frú hans.
Hugmynd Grétars Örvarssonar og félaga byggir á þeirri einföldu staðreynd að Bandaríkjamenn hafa enn sem komið er litla þekkingu á þeirri gerð brauða sem neytt er á Íslandi og almennt í Evrópu.
Bandaríkjamenn eru aldir upp við brauð með miklum rotvarnarefnum eins og allir þekkja þangað hafa komið. Venjuleg bandarísk brauð er hægt að geyma á eldhúsborði svo vikum skiptir án þess að þau láti á sjá.
Heimild: DV
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa





