Freisting
Grétar Örvarsson vill opna bakarí í Flórída
Grétar Örvarsson og eiginkonan hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, hyggjast flytja úr landi og opna bakarí í Flórída.
Við stefnum að því að vera í Clemont sem er borg rétt norðaustan við Orlando. Um 20 mínútna akstur, segir Grétar, en þau hjónin eru á förum til Bandaríkjana þar sem þau ætla að reyna fyrir sér í viðskiptum með Íslensk brauð. Vel studd af Reyni bakara á Dalveginum og sonum hans auk tveggja vinkvenna sem deila draumum með Grétari og frú hans.
Hugmynd Grétars Örvarssonar og félaga byggir á þeirri einföldu staðreynd að Bandaríkjamenn hafa enn sem komið er litla þekkingu á þeirri gerð brauða sem neytt er á Íslandi og almennt í Evrópu.
Bandaríkjamenn eru aldir upp við brauð með miklum rotvarnarefnum eins og allir þekkja þangað hafa komið. Venjuleg bandarísk brauð er hægt að geyma á eldhúsborði svo vikum skiptir án þess að þau láti á sjá.
Heimild: DV
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla