Uppskriftir
Graskerssúpa með stökku beikoni og hvítlauksbrauði
Senn líður að hinni árlegu hrekkjavöku ( Halloween ) en hún er 31. október næstkomandi. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku og mögulega einhverjir farnir að huga að veisluhöldum.
Grasker eru uppseld í nánast öllum verslunum landsins en hátíðin nýtur vaxandi vinsælda hérlendis. Graskerin eru tákn fyrir Halloween Bandaríkjamanna.
Það er Snorri Guðmundsson hjá Mat og Myndir sem á heiðurinn af Graskerssúpunni, en þetta segir hann um uppskriftina:
Það er fátt sem mér þykir betra þegar það fer að hausta en góð graskerssúpa og þá verður þessi uppskrift fyrir valinu. Graskerið er bakað inni í ofni ásamt hvítlauk sem er svo maukaður saman við súpuna og gefur henni æðislegt aukabragð.
Mér þykir svo skemmtilegast að taka til hliðar svolítið af graskersbitum áður en ég mauka súpuna svo maður hafi eitthvað að tyggja líka. Svo er líka ómissandi að hafa beikonið og heslihneturnar!
Mæli sterklega með!
Graskerssúpa með stökku beikoni og hvítlauksbrauði
Aðalréttur fyrir 2 eða forréttur fyrir 4
Grasker, 600 g
Sæt kartafla, 250 g
Hvítlaukur, 3 rif / 12 g
Skalottlaukur, 100 g
Beikon, 4 sneiðar
Kallo tómat og jurta grænmetisteningur, 1 stk
Hvítvín, 60 ml
Rjómi, 100 ml
Sítróna, 1 stk
Heslihnetur, 20 g
Karrí madras, 2 tsk / Pottagaldrar
Timian ferskt, 2 g
Hvítlauksduft, 0,5 tsk
Lítið baguette, 1 stk
Smjör
1. Forhitið ofn í 180°C á blæstri.
2. Vefjið hvítlauk þétt inn í álpappír ásamt salti og olíu. Bakið í ofni í 30 mín.
3. Dreifið beikoni yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 12-15 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Leggið á eldhúspappír og geymið.
4. Skrælið grasker, sæta kartöflu og skalottlauk. Skerið 200 g af graskerinu í fallega teninga og takið til hliðar. Skerið sætu kartöfluna og restina af graskerinu í bita ásamt skalottlauk.
5. Hitið olíu í potti við miðlungshita og steikið grasker, sæta kartöflu og skalottlauk í nokkrar mín þar til laukurinn fer að mýkjast.
6. Bætið hvítvíni út í pottinn og látið sjóða niður í stutta stund. Bætið við 350 ml af vatni ásamt grænmetistening og látið grænmetið malla undir loki í 15-20 mín eða þar til allt er orðið mjúkt.
7. Veltið graskerinu sem var tekið til hliðar upp úr olíu, salti og pipar og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í 25-35 mín eða þar til bitarnir eru fallega brúnaðir og eldaðir í gegn. Hrærið í svo bitarnir brúnist sem jafnast.
8. Bætið karrídufti út í pottinn með grænmetinu ásamt bökuðum hvítlauk og maukið grænmetið með töfrasprota þar til súpan er silkimjúk. Bætið rjóma út í og maukið í stutta stund í viðbót. Smakkið til með salti.
9. Skerið baguette brauð í tvennt langsum og svo þrennt langsum svo úr verði 6 sneiðar. Smyrjið með smjöri, týnið laufin af timiangreinunum (geymið smá timian lauf) og saxið smátt. Kryddið brauðin með hvítlauksduft, smá salti, timian og rifnum sítrónuberki. Bakið inni í ofni þar til brauðin eru fallega gyllt á litin.
10. Ristið heslihnetur í heitum ofni í nokkrar mín og saxið svo niður. Skerið beikon í litla strimla (hitið strimlana í stutta stund í heitum ofni ef vill). Saxið heslihnetur.
11. Skiptið súpunni á milli skála, dreifið bakaða graskerinu yfir. Toppið með heslihnetum, timian, beikoni og rifnum sítrónuberki
Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina