Uppskriftir
Grafin gæsarúlla með ávaxtafyllingu
1 grafin gæsabringa (sjá uppskrift hér)
1/2 dl vatn
100 g þurrkaðir ávextir, skornir í bita
80 g rjómaostur við stofuhita
1 msk sítrónusafi
1/2 dl þeyttur rjómi
salt og pipar eftir smekk
2 matarlímsblöð, látin liggja í köldu vatni í 5 mínútur
Þegar matarlímsblöðin hafa legið í bleyti í 5 mínútur er vatninu hellt af.
Sjóðið vatn og látið ávextina í það í 20 sekúndur. Takið pottinn af hellunni og bætið matarlímsblöðunum saman við. Kælið löginn þar til hann er orðinn ylvolgur.
Blandið þá ostinum og sítrónusafanum vel saman við ávextina með sleif og síðast þeytta rjómanum og salti og pipar, ef vill. Skerið bringuna í þunnar sneiðar eftir endilöngu og leggið hlið við hlið í u.þ.b. 20 cm lengjur á álpappír.
Smyrjið þunnu lagi af ávaxtaostinum á sneiðarnar og rúllið þeim upp. Vefjið álpappír nokkrum sinnum utan um rúllurnar og frystið þær. Þegar rúllurnar eru frosnar er álpappírinn tekinn utan af og þær skornar í fallegar sneiðar.
Berið fram með blönduðu salati í blaðdeigskörfu (fílódeig) og sólberjasósu.
Sólberjasósa
1 msk dijon-sinnep
1/2msk worchestershiresósa
1 msk hunang
1 msk balsamikedik
1–2 msk Ribena-sólberjasafi
salt og pipar
2 dl olía
Blandið öllu saman í skál nema olíunni og hrærið vel. Hellið síðan olíunni í mjórri bunu út í og hrærið allan tímann í með pískara.
Blaðdeigskarfa
Blaðdeig, eða fílódeig, er skorið í 10×10 cm stórar sneiðar sem eru penslaðar með bræddu smjöri. Leggið þrjú blöð saman og vefjið þeim t.d. utan um desilítraform úr áli eða einhvern hlut sem þolir hitann í ofninum.
Bakið körfuna þannig við 200°C í 2–3 mínútur eða þar til þær verða fallega gulbrúnar.
Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata