Frétt
Grænmetisneysla jókst fimmtánfalt
Breytt framsetning á grænmeti og fræðsla urðu til þess að grænmetisneysla í Rimaskóla jókst um 1.439 %. Það var Stella Björk Fjelsted, nemandi við Háskóla Íslands, sem komst að þessari niðurstöðu í heilsueflingarverkefni sem hún stóð fyrir í skólanum.
Agúrkur vinsælastar
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í verkefninu fólst að vigta allt grænmeti sem borið var fram í eina viku til að sjá hversu mikið börnin borðuðu. Næst fór Stella Björk og kynnti fæðuhringinn og mikilvægi grænmetisneyslu fyrir heilsu barna, í bekkjum skólans. Börnin voru líka hvött til að fá sér grænmeti og vera óhrædd við að smakka nýjar tegundir.
Þar á eftir var allt grænmeti skorið í stærri bita í mötuneyti skólans og því ekki blandað saman. Í seinni mælingunni kom í ljós að neysla grænmetis á milli þessara tveggja vikna jókst úr rúmum þremur kílóum í nærri 47 kíló.
Agúrkur voru vinsælasta grænmetið en einnig var mikil aukning í neyslu á papriku, aðallega rauðri. Agúrkur eru reyndar formlega taldar til ávaxta, en í daglegu máli eru gjarnan flokkaðar með grænmeti.
„Í seinni mælingunni kom í ljós að neysla grænmetis á milli þessara tveggja vikna jókst úr rúmum þremur kílóum í nærri 47 kíló.“
Kristján Magnússon er matreiðslumeistari skólans.
Rimaskóli í Grafarvogi er heilsueflandi grunnskóli með um 505 nemendur frá fyrsta upp í tíunda bekk. Verkefnið Heilsueflandi grunnskóli er á vegum Embætti landlæknis og felur í sér að styðja skóla í því að vinna að heilsueflingu í starfi sínu og skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan bæði nemenda og starfsfólks.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars