Frétt
Grænmetisfæði og lífræn matvæli vinsæl hjá unga fólkinu
Yfir helmingur landsmanna neytir mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði samkvæmt umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. maí – 29. maí 2019. Tæplega einn af hverjum fimm neyta sjaldan eða aldrei mjólkurvara eða rauðs kjöts og nærri fjórðungur landsmanna segir fisk sjaldan eða aldrei vera hluta af sínu daglega mataræði.
Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 57% neyta mjólkurvara (úr kúamjólk) oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði, 54% hvítt kjöt (svo sem kjúklingakjöt), 49% rautt kjöt (svo sem lamba-, nauta- og svínakjöt), 36% fisk, 34% grænmetisfæði, 29% umhverfisvæn matvæli, 24% lífræn matvæli og 7% veganfæði. Þá kváðust 19% sjaldan eða aldrei neyta mjólkurvara sem hluta af daglegu mataræði, 14% hvítt kjöt, 18% rautt kjöt, 24% fisk, 38% grænmetisfæði, 24% umhverfisvæn matvæli, 40% lífræn matvæli og 81% veganfæði.
Helstu niðurstöður:
- Yfir helmingur landsmanna kvaðst neyta mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði. Tæplega einn af hverjum fimm kvaðst sjaldan eða aldrei neyta mjólkurvara eða rauðs kjöts og nærri fjórðungur landsmanna sagði fisk sjaldan eða aldrei vera hluta af sínu daglega mataræði.
- Karlar (58%) reyndust líklegri en konur (39%) til að segja rautt kjöt oft eða alltaf vera hluta af daglegu mataræði sínu. Konur reyndust líklegri til að segja grænmetisfæði (43%), umhverfisvæn matvæli (33%), lífræn matvæli (27%) og veganfæði (10%) vera oft eða alltaf til staðar í daglegu mataræði sínu heldur en karlar.
- Neysla fisks jókst með auknum aldri en svarendur á aldrinum 50-67 ára (46%) og 68 ára og eldri (59%) reyndust líklegri en yngri svarendur til að segjast borða fisk oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði. Svarendur á aldrinum 18-29 ára (48%) reyndust hins vegar líklegri en aðrir svarendur til að segjast oft eða alltaf neyta grænmetisfæðis.
- Stuðningsfólk Vinstri grænna var líklegast til að segja grænmetisfæði (47%), umhverfisvæn matvæli (39%), lífræn matvæli (35%) og veganfæði (19%) oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði en stuðningsfólk Framsóknarflokksins reyndist líklegast til að segjast oft eða alltaf neyta rauðs kjöts (73%).
- Neysla á rauðu kjöti fór minnkandi með auknum áhyggjum af hlýnun jarðar en 72% þeirra sem kváðust hafa mjög litlar áhyggjur sögðu rautt kjöt oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði, samanborið við 39% þeirra sem kváðust hafa mjög miklar áhyggjur. Þá fór hlutfall þeirra sem kváðust neyta mjólkurvara og rauðs kjöts oft eða alltaf sem hluta af daglegu mataræði minnkandi með auknum breytingum á matarvenjum í þágu umhverfisins.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill