Viðtöl, örfréttir & frumraun
GOTT opnar aftur eftir vetrarlokun og framkvæmdir
Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum opnaði í vikunni aftur eftir vetrarlokun og framkvæmdir.
“Við skiptum á öllu utaná húsinu, nýtt bárujárn, skyggni og gerðum nýtt skilti með lýsingu. Svo er alltaf eitthvað sem þarf að ditta að inni, mála og lægfæra.“
Sagði Berglind Sigmars eigandi veitingastaðarins GOTT í samtali við veitingageirinn.is.
„Breyttum aðeins í fremri salnum hjá okkur og settum bekk þar svipað og við erum með fyrir innan þar sem bakið er sett saman úr útsaumi eftir íslenskar konur.“
Sagði Berglind.
GOTT verður 10 ára nú í maí og er matseðillinn samansettur af “the best of” eða uppáhalds réttunum síðustu 10 ára ásamt einhverju nýju og spennandi.
Þau hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason matreiðslumeistari hafa verið dugleg að fara til Ítalíu síðustu ár, en dóttir þeirra er í námi á Ítalí. Sigurður lærði að gera alvöru ítalskan gelato ís og er núna allur ís gerður á GOTT.
Það nýjasta er alvöru ítölsk pastavél og þvi aðeins auðveldara fyrir Sigurð að gera ferskt pasta fyrir alla pastarétti staðarins. GOTT leggur leggur mikla áherslu á að gestum finnst gaman að koma á GOTT og skemmtilegir drykkir á barnum hafa verið að fá athygli.
„Við erum með þónokkuð af skemmtilegum listaverkum og handverki inná staðnum. Èg hef verið að vinna listaverk úr litlum leikföngum sem má sjá inná www.toyart.is og má sjá einhver eftirprent af þeim verkum á veggjunum inná GOTT.
Við erum bara mjög spennt fyrir vorinu og komandi sumri og ánægð að vera búin að opna aftur. Hlökkum til að taka á móti gestum.“
Sagði Berglind að lokum.
Nýr matseðill
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini













