Freisting
Gordon Ramsey í Vestmannaeyjum
Hann fór til eyja til að veiða og smakka á Lunda fyrir þátt sinn F Word, en vílar ekkert fyrir sér í þeim efnum,eins og frægt er orðið, en kallinn var víst hætt komin í æsingnum að veiða fuglinn.
Með mat eins og kæstan hákarl, hvalkjöt og siginn fisk undrast hann ekki að það sé take-awey á hverju götuhorni eins og í London. Honum er boðið að smakka á reyktum lunda á salati og hans viðbrögð geta varla verið skýrari ég hef aldrei smakkað neitt líkt þessu segir hann, mjög mjúkur í munni, minnir á villibráð og svolítið á lifur.
Þá var komið að veiðinni sjálfri, en aðstoðarmaður hans Olli segir að stærstu stöðvar af lunda séu í Vestmannaeyjum og það sé áratugahefð fyrir veiðunum og sýnir Gordon hvernig þeir veiða fuglinn í háf, þá segir Gordon þú ert eins og lundi, getur þú flogið , Olli hlustar ekki á bullið í kokkinum kjaftfora. Stuttu seinna hrekkur upp úr Gordon af hverju notið þið ekki byssu og skjótið þá, það er mun auðveldara og er ekki sannfærður með háfinn sem veiðitæki, en Olli segir það meira sport með háfinum, að lokum segir hann ég skýt þá en þú veiðir með háfinum og allir hlæja.
Til að hafa með fuglinum er ákveðið að baka rúgbrauð í hrauninu stærsta ofni sem Gordon hefur séð og kallinum sýnt hvernig það fer hrátt inn í járndolluna og önnur tekinn upp sem sett hafði verið niður 12 tímum áður, og verður Olla á að segja hlæjandi það er erfiðisvinna að vera bakari, ég hef ekkert á móti að þeirri vinnu rymur í Gordon sérstaklega ef ég þarf ekki að borga gasreikninginn.
Og þá hefjast sjálfar veiðarnar og þegar kallinn sé staðinn sem þeir ætla að veiða hreytir hann út sér í góðu þegar Olli segir að þeir þurfi að klifra upp og það taki klukkutíma. Staðurinn er fremst á klettanefi og í 8 metra hæð beint yfir sjó, hrekkur upp úr Gordon ég er að skíta í buxurnar svara þá Olli „slappaðu bara af og njóttu útsýnisins“.
Ekki líður á löngu er fyrsti fuglinn í möskvanum hjá Olla og tekur hann fuglinn úr háfinum og afhendir Gordon með þeim orðum að fyrsta fuglinum sé alltaf þyrmt lífi og hann ætli að veita honum þann heiður að sleppa fuglinum, you lucky little fucker segir Gordon og kyssir fuglinn, en fuglinn er ekki sáttur með ástleitni hans og bítur hann í nefið og sleppur um leið úr höndum hans.
Ekkert gengur hjá Gordon að veiða Lunda , það er ekki möguleiki á að ég fari tómhentur heim með bit á nefinu tuldrar hann, Olli bara slakar á og nýtur útsýnisins meðan Gordon djöflast með háfinn, loksins nær hann einum og lætin við að ná honum og munar minnstu að hann falli fram af klettanefinu og í sjóinn. Heyrist þá í Olla þú náðir einum í glettni þú munt ekki svelta í hel.
Olli sýnir honum hvernig menn hamfletta lundann og tekur hjartað úr fuglinum og sker í bita og stingur einum upp í sig og segir við Gordon villtu einn? voða kurteisislega og bætir við ekki vera kjúklingur, þetta er bara lundi og má sjá á myndinni að kallinum er ekki alveg sama, þvílík villimennska.
Heimild og myndir: Channel 4
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or24 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla