Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gordon Ramsay opnar þrjá nýja veitingastaði – Svona líta hamborgararnir út – Myndir og vídeó
Stjörnukokkurinn hefur í nóg að snúast þessa dagana, en hann hefur opnað þrjá nýja veitingastaði.
Ekki er um að ræða fine dining veitingastaði heldur meira í takt við skyndibitastaði, þó er hamborgarinn á nýja veitingastaðnum á Harrods í Bretlandi í dýrari kantinum eða um 15 þúsund krónur og þá á eftir að kaupa franskar og sósu.
Gordon Ramsay tilkynnti í byrjun nóvember s.l. að allir veitingastaðir hans í London verða lokaðir tímabundið vegna kórónufaraldursins.
Sjá einnig:
Nú á dögunum opnaði Gordon nýjan veitingastað að nafni Street Burger, á St Paul-svæðinu í Lundúnum. Hamborgarinn þar er ekki dýr miðað við gæðin eða um 2600 krónur og aukalega fyrir franskar og sósu. Street Burger staðurinn tekur 60 manns í sæti.
Með fylgja myndir af hamborgurunum á Street Burger sem eru óneitanlega girnilegir að sjá:
Nú í byrjun desember opnar Gordon nýjan veitingastað að nafni Street Pizza sem staðsettur verður við Southwark í London.
Vídeó
Gordon áætlar að opna 50 fleiri veitingastaði í Bretlandi á næstu fimm árum, þar á meðal veitingastaði í stíl við Street Burger.
Myndir: Facebook / Gordon Ramsay
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði