Markaðurinn
Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga
Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í golfskála klúbbsins við Urriðavöll í Urriðavatnsdölum, Garðabæ.
Veitingastaðurinn er bjartur og fallegur og tekur um 100 manns í sæti. Meginhlutverk rekstrarins er að þjóna gestum golfklúbbsins á þeim tíma sem golfvöllurinn er opinn frá maí og fram í október.
Veitingastaðurinn gegnir lykilhlutverki í þeirri viðleitni að skapa eftirsóknarvert umhverfi á og við golfvöllinn.
Utan golfvertíðar nýtist veitingastaðurinn til almennra veisluhalda og annarrar sambærilegrar þjónustu.
Umhverfi golfklúbbsins Odds í Urriðavatnsdölum er rómað fyrir náttúrufegurð og veðurblíðu og býður aðstaðan utandyra uppá ýmsa kosti fyrir veitingaþjónustu.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á póstfangið [email protected] fyrir föstudaginn 25. febrúar næstkomandi.
Vinsamlegast greinið frá reynslu af veitingarekstri og/eða veisluþjónustu.
Sjá einnig:
Breytinga að vænta á komandi sumri á veitingaaðilum á Urriðavelli
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








