Markaðurinn
Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga
Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í golfskála klúbbsins við Urriðavöll í Urriðavatnsdölum, Garðabæ.
Veitingastaðurinn er bjartur og fallegur og tekur um 100 manns í sæti. Meginhlutverk rekstrarins er að þjóna gestum golfklúbbsins á þeim tíma sem golfvöllurinn er opinn frá maí og fram í október.
Veitingastaðurinn gegnir lykilhlutverki í þeirri viðleitni að skapa eftirsóknarvert umhverfi á og við golfvöllinn.
Utan golfvertíðar nýtist veitingastaðurinn til almennra veisluhalda og annarrar sambærilegrar þjónustu.
Umhverfi golfklúbbsins Odds í Urriðavatnsdölum er rómað fyrir náttúrufegurð og veðurblíðu og býður aðstaðan utandyra uppá ýmsa kosti fyrir veitingaþjónustu.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á póstfangið [email protected] fyrir föstudaginn 25. febrúar næstkomandi.
Vinsamlegast greinið frá reynslu af veitingarekstri og/eða veisluþjónustu.
Sjá einnig:
Breytinga að vænta á komandi sumri á veitingaaðilum á Urriðavelli
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný