Smári Valtýr Sæbjörnsson
Góður kostur að auka veltu veisluþjónustunnar

Stefán Ingi
Tilboðsleitarvélin á veisla.is er skemmtileg nýjung fyrir neytendur sem óska eftir tilboði í veislu sína frá fleirum en einum þjónustuaðila í einu.
Haft var samband við eina veisluþjónustu sem hefur undanfarna tvo mánuði nýtt sér Veisla.is með góðum árangri, en fjölmargar fyrirpurnir koma í hverri viku. Ekki eru öllum tilboðum frá veisluþjónustunni svarað af neytendum enda koma tilboð frá fjölmörgum veisluþjónustum.
Stefán Ingi, framreiðslumeistari er eigandi vefsíðunnar Veisla.is. Fjöldinn sem heimsækir vefinn daglega er meðaltal einstakra innlita ca. 80 90 en hver gestur er að skoða ca. 22-23 síður í hverju innliti, sagði Stefán í samtali við Freisting.is, en hann er eini hugsjónamaðurinn að baki þessara skemmtilegu vefsíðu Veisla.is. Hann hefur sett gífurlega mikla vinnu og fjármuni í vefinn og það hefur borgað sig, enda fjölmargar veisluþjónustur og fleiri þjónustuaðilar sem veita þjónustu í kringum veislur hafa nýtt sér vefsíðuna með góðum hætti.
Kíkið á heimasíðuna: www.Veisla.is
Mynd: Ómar Vilhelmsson
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028





