Vertu memm

Frétt

Glútenlaust mataræði eykur hættu á offitu

Birting:

þann

Brauð - Súrdeigsbrauð

Það getur aukið hættuna á offitu að skipta yfir í glútenlaust mataræði. Þetta segja sérfræðingar sem hafa rannsakað málið og komist að því að glútenlaus fæða er oft fitumeiri en sambærilegar fæðutegundir sem innihalda glúten.

Á vef Ríkisútvarpsins ruv.is kemur fram að glútenlaus fæða er nauðsynleg þeim sem eru með glútenofnæmi, sem talið er hrjá um 1% Evrópubúa, og getur hjálpað þeim sem hafa glútenóþol. Hins vegar er glútenlaust mataræði líka í tísku á meðal þeirra sem þola glútenið ljómandi vel og vinsældir slíkra kúra aukast með hverju ári.

Nú hafa rannsakendur komist að því að næringarinnihald glútenfrírra matvæla er talsvert frábrugðið hinni hefðbundnu fæðu, og ekki bara á þann hátt að glútenið vanti, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.

 

Mynd: úr safni

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið