Frétt
Glútenlaust mataræði eykur hættu á offitu
Það getur aukið hættuna á offitu að skipta yfir í glútenlaust mataræði. Þetta segja sérfræðingar sem hafa rannsakað málið og komist að því að glútenlaus fæða er oft fitumeiri en sambærilegar fæðutegundir sem innihalda glúten.
Á vef Ríkisútvarpsins ruv.is kemur fram að glútenlaus fæða er nauðsynleg þeim sem eru með glútenofnæmi, sem talið er hrjá um 1% Evrópubúa, og getur hjálpað þeim sem hafa glútenóþol. Hins vegar er glútenlaust mataræði líka í tísku á meðal þeirra sem þola glútenið ljómandi vel og vinsældir slíkra kúra aukast með hverju ári.
Nú hafa rannsakendur komist að því að næringarinnihald glútenfrírra matvæla er talsvert frábrugðið hinni hefðbundnu fæðu, og ekki bara á þann hátt að glútenið vanti, að því er fram kemur á ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður