Frétt
Glúten í grænmetislasagna merkt glútenlaust
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við Vegan Grænmetislasagna. Varan er merkt glútenlaus en inniheldur heilhveiti (glúten). Grímur kokkur sem framleiðir vöruna hefur, í samráði við Matvælastofnun, hafið innköllun á öllum lotum sem framleiddar eru fyrir 5. febrúar 2018.
Glúten er einn af ofnæmis- og óþolsvöldum sem skylt er að merkja á innihaldslýsingu á matvælum. Einnig voru gerðar athugasemdir varðandi aðra þætti á merkingum vörunnar.
Fréttatilkynning Gríms kokks ehf.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og hafa samband við Grím kokk ehf. í síma 481 2665.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum