Frétt
Glúten í grænmetislasagna merkt glútenlaust
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við Vegan Grænmetislasagna. Varan er merkt glútenlaus en inniheldur heilhveiti (glúten). Grímur kokkur sem framleiðir vöruna hefur, í samráði við Matvælastofnun, hafið innköllun á öllum lotum sem framleiddar eru fyrir 5. febrúar 2018.
Glúten er einn af ofnæmis- og óþolsvöldum sem skylt er að merkja á innihaldslýsingu á matvælum. Einnig voru gerðar athugasemdir varðandi aðra þætti á merkingum vörunnar.
Fréttatilkynning Gríms kokks ehf.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og hafa samband við Grím kokk ehf. í síma 481 2665.
Mynd: aðsend
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum