Frétt
Glúten finnst í glútenfríum bjór
Matvælastofnun vill vara við glútenfríum björ Snublejuice frá To Öl sem Rætur og vín ehf. flytur inn vegna þess að glúten fannst í bjórnum. Fyrirtækið með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness hefur innkallað vöruna.
Tilkynning um innköllunina barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Snublejuice
- Framleiðandi: To Øl
- Framleiðsluland: Danmörk
- Best fyrir:
- 30/05/23
- 31/05/23
- 15/06/23
- 03/08/23
- 19/08/23
- 06/09/23
- 27/10/23
- 14/11/23
- 22/12/23
- 23/12/23
- Innflytjandi: Rætur og vín ehf. Vesturvör 32B, Kópavogi
- Dreifing: ÁTVR og Brewdog
Viðskiptavinir geta skilað vörunni í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta