Vertu memm

Freisting

Gló – nýr veitingastaður með lífræna fæðu

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Gló hefur tekið til starfa í Listhúsinu við Laugardal, Engjateig 19.  Aðaláhersla staðarins verður á lífræna næringu; fæðu sem er í senn nærandi, seðjandi, frískandi og fær fólk til að glóa. 

Það eru hjónin Guðni Gunnarsson og Guðlaug Pétursdóttir sem eru eigendur staðarins og er hann partur af Rope yoga setrinu sem opnaði á síðasta ári.

Kærleiksrík fæða
Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og samanstendur hann af grænmeti, ávöxtum, kornfæðu, léttri kjötvöru og fiski. Mikil áhersla er lögð á skjóta afgreiðslu en staðurinn opnar eldsnemma á morgnana og verður til að byrja með opinn til kl. 20 á kvöldin. Þannig er hægt að byrja daginn á Gló með lífrænum kaffi- eða tesopa, hafragraut, lífrænum söfum og hveitigrasi. Í hádeginu er boðið upp á tvo aðalrétti og náttúrulegar súpur verða alltaf á boðstólum en veitingastaðurinn er í samstarfi við Örlyg Ólafsson hjá Súpubarnum. 

Einnig verður boðið upp á vefjur, hráfæði og ýmsa smárétti .  “Við ætlum að bjóða upp á virkilega holla og kærleiksríka næringu.  Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því við ætlum ekki að vera með neinar öfgar í framleiðslunni, ekki nema þá hvað varðar lífræna hlutann og kærleikann,” segir Guðni sem einnig mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning sem felst í því að fólk taki ábyrgð á því hvað það er að næra. 

Matreiðslumaður staðarins Inacio Pacas da Silva Filko. Hann kemur frá Brasilíu en hefur verið búsettur á Íslandi í 15 ár og starfað á hinum ýmsu veitingastöðum meðal annars á Á næstu grösum.

Glæsilegt útlit
Veitingastaðurinn tekur um 30 manns í sæti og er umgjörð hans öll hin glæsilegasta. Það er einn þekktasta arkitekt landsins, Guðlaug Jónsdóttur, sem á heiðurinn af hönnun staðarins en hún hefur hefur undanfarin ár starfað hjá Dodd Mitchell Design í Los Angeles (sjá www.doddmitchell.com ). Þar hefur hún átt mikilli velgengni að fagna og eru margir af vinsælustu veitingastöðum L.A hannaðir af henni. Hér á Íslandi er Hótel Þingholt við Þingholtsstræti eitt nýjasta verkefni Guðlaugar.

Auglýsingapláss

Í hönnun Gló er leitast við að búa til róandi umhverfi þar sem kyrrð er vakin og henni viðhaldið. Þannig ná gestir staðarins einnig að nærast tilfinningalega  um leið og þeir nærast líkamlega. Efniviður eins og vatn, steinn, viður, eldur og járn eru ríkjandi. Lerkidrumbar úr Hallormsstaðarskógi eru áberandi og handhöggvið basalt frá Indónesíu spilar einnig stórt hlutverk. Í miðju staðarins seytlar svo vatn úr veggnum sem gefur veitingastaðnum notalegan kyrrðarhljóm. 

 

 

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um Gló má leita til:
Guðna Gunnarssonar í  síma 843 6200
Guðlaugar Pétursdóttur í síma 843 4600

Fréttatilkynning

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið