Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
Á bóndadaginn, 24. janúar 2025, héldu Íslendingar á Gran Canaria glæsilegt þorrablót á veitingastaðnum Why Not Lago í Maspalomas.
Viðburðurinn var vel sóttur, með um 220 gestum sem nutu hefðbundins þorramatar og skemmtunar. Matreiðslumeistarinn Kristján Örn Frederiksen sá um eldamennsku og framsetningu á kræsingunum, með aðstoð úrvals starfsfólks.
- Kristján Örn Frederiksen matreiðslumeistari
Undirbúningur krafðist mikillar útsjónarsemi, þar sem súr- og nýmeti var pantað frá Íslandi, meðal annars frá Kjarnafæði og Norðlenska. Dagskráin innihélt fjöldasöng, happadrætti með veglegum vinningum og dansleik.
Guðbjörg Bjarnadóttir, eigandi Why Not Lago, skipulagði viðburðinn, hélt happadrætti og söng á ballinu. Veislustjóri var Sigþór Gunnarsson frá Þingeyri og Pétur Hreinsson, þekktur fyrir spilamennsku með hljómsveitinni Hafrót, sá um tónlistina. Gestir voru ánægðir með vel heppnað þorrablót fjarri heimahögum.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun er hægt að lesa á trolli.is hér.
Myndir: Kristján Örn Frederiksen matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





















