Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
Á bóndadaginn, 24. janúar 2025, héldu Íslendingar á Gran Canaria glæsilegt þorrablót á veitingastaðnum Why Not Lago í Maspalomas.
Viðburðurinn var vel sóttur, með um 220 gestum sem nutu hefðbundins þorramatar og skemmtunar. Matreiðslumeistarinn Kristján Örn Frederiksen sá um eldamennsku og framsetningu á kræsingunum, með aðstoð úrvals starfsfólks.
- Kristján Örn Frederiksen matreiðslumeistari
Undirbúningur krafðist mikillar útsjónarsemi, þar sem súr- og nýmeti var pantað frá Íslandi, meðal annars frá Kjarnafæði og Norðlenska. Dagskráin innihélt fjöldasöng, happadrætti með veglegum vinningum og dansleik.
Guðbjörg Bjarnadóttir, eigandi Why Not Lago, skipulagði viðburðinn, hélt happadrætti og söng á ballinu. Veislustjóri var Sigþór Gunnarsson frá Þingeyri og Pétur Hreinsson, þekktur fyrir spilamennsku með hljómsveitinni Hafrót, sá um tónlistina. Gestir voru ánægðir með vel heppnað þorrablót fjarri heimahögum.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun er hægt að lesa á trolli.is hér.
Myndir: Kristján Örn Frederiksen matreiðslumeistari

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift