Vertu memm

Freisting

Glæsilegt framtak KM félaga

Birting:

þann

Fiskirí á Lækjartorgi

Glæsilegt framtak hjá þeim KM félögum, en í gærdag tóku þeir sig til og buðu gangandi vegferendum upp á heygrillaða bláskel ásamt fiskisúpu, en þetta var liður í hátíðinni Fiskrí Bjarki Hilmarsson, forseti KMsem er haldin núna um helgina.

Með Fiskirí hátíðinni er henni ætlað að minna fólk á fiskinn okkar, hversu góður hann er,Rögnvaldur, matreiðslumeistari hollur og auðveldur í matreiðslu. Sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson lét sig ekki vanta og lét haustrigninguna ekkert á sig fá og smakkaði gómsætu réttina hjá KM.

Hér að neðan er viðtal við Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ( www.fiskir.is ):

Ljóst er af rannsóknum, sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur framkvæmt, að neysla á fiski hefur farið minnkandi hér á landi undanfarin ár og þá aðallega á meðal ungafólksins. Sjávarútvegsráðuneytið hefur því ákveðið að efna til sérstaks átaksverkefnis um miðjan september undir nafninu Fiskirí. Ætlunin er að vekja athygli landsmanna á öllum aldri á því hversu hollur og góður fiskurinn er og gera fólki ljóst að það getur verið bæði einfalt og fljótlegt að matreiða fisk.

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra„Kveikjan að hugmyndinni er að ég komst á snoðir um að fiskneysla í landinu hefur verið að minnka um nokkurra ára skeið ,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. „ Mér fannst sérstaklega áberandi og um leið mikið áhyggjuefni að neyslan fer einkanlega minnkandi hjá ungu fólki eins og fram hefur komið í athugunum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Ég hugleiddi þetta heilmikið síðastliðið haust og ræddi við ungt fólk, ekki síst á þeim aldri þegar það fer að hyggja að því að stofna heimili. Flestir töluðu um að þeir borðuðu sjaldan fisk en í rýnihópnum mínum voru ekki síst börnin mín, vinir þeirra og kunningjar. Hópurinn var mjög vel meðvitaður um að fiskur væri sérlega hollur matur og fólkinu fannst það borða fisk of sjaldan.“
 
Ungu fólki finnst flókið að elda fisk.
Sjávarútvegsráðherra er fæddur og uppalinn í sjávarþorpinu Bolungarvík og ólst upp við að borða fisk nokkrum sinnum í viku og gerir það enn. Hann segist hafa spurt unga fólkið hvers vegna það borði ekki oftar fisk og svarið var að því fyndist fiskur dálítið óaðgengilegur og menn væru óvanir að fara í fiskbúð . Unga fólkið bætti við: „Okkur finnst flókið að elda fiskinn og miklu einfaldara að sjóða pylsur, steikja hamborgara eða kaupa pizzur. Okkur vex í augum að matreiða fisk en við vildum hins vegar gjarnan borða meiri fisk en við gerum.“

Einar segir: „ Upp úr þessu fór ég að velta fyrir mér að sjávarútvegsráðuneytið hefði skyldum að gegna hvað þetta varðar. Mér finnst ekki viðunandi að fiskneysla sé að minnka hjá okkur sem fiskframleiðsluþjóð og ein af forsendum þess að við getum haldið fiskafurðum okkar hátt á lofti sé að við séum áfram sú mikla fiskneysluþjóð sem við höfum verið, ein mesta fiskneysluþjóð í heimi. Þannig þarf þetta að vera áfram.“
 
Alls staðar rætt um hollustu fisksins
Ráðherrann bætir við að neyslumynstur í landinu hafi breyst og offita sé að verða viðvarandi vandamál. Á hinn bóginn sé fiskur heilnæmur og umræða um það fari vaxandi á alþjóðlegum vettvangi. Mikið sé skrifað um hollustu fisksins í erlendum blöðum og rætt um hann á ráðstefnum og alls staðar sé talað um nauðsyn þess að auka fiskneyslu. „Það Þorbjörn Ólafsson,matreiðslumeistaristendur engum nær en okkur Íslendingum að gera það og að auki tel ég að fisksöluþjóðin standi ekki undir nafni nema hún sé líka fiskneysluþjóð. Ég trúi því að verkefnið Fiskirí muni stuðla að vitundarvakningu meðal unga fólksins, sem og annarra, og geri því ljóst að það er ekkert flóknara að elda fisk en að elda annan mat. Fyrir nú utan það að fiskurinn er svo óskaplega góður og eftirsóknarverður matur, hversdags og ekki síður þegar maður vill gera sér dagamun í mat.“

Meðfylgjandi myndir eru frá lækjartorgi í gærdag, en þar má sjá kunnug andlit, til að mynda Bjarki Hilmarsson forseti KM, Rögnvaldur matreiðslumeistari, Þorbjörn Ólafsson nýkjörin KM félagi ofl. Km félaga.

Segðu þína skoðun

Myndir: ©BASI

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið