Markaðurinn
Glæsileg árshátíð Ölgerðarinnar í Prag – Myndir
Þremur árum eftir síðustu árshátíð kom loks að því að starfsfólk Ölgerðarinnar gerði sér glaðan dag og var árshátíð félagsins haldin með pompi og pragt í Prag í Tékklandi. Covid faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá félaginu eins og heimsbyggðinni allri en fyrirtækið lagði reglulega til hliðar í árshátíðarsjóð og nýtti svo tækifærið og fór starfsfólkið utan um síðustu helgi.
Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman.
Árshátíðin var afar glæsileg og haldin í spænska salnum í Prag kastalanum þar sem þau Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.
Óhætt er að segja að starsfólkið, sem lagt hefur mikið á sig í faraldrinum undanfarin ár, hafi skemmt sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024