Markaðurinn
Glæsileg árshátíð Ölgerðarinnar í Prag – Myndir
Þremur árum eftir síðustu árshátíð kom loks að því að starfsfólk Ölgerðarinnar gerði sér glaðan dag og var árshátíð félagsins haldin með pompi og pragt í Prag í Tékklandi. Covid faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá félaginu eins og heimsbyggðinni allri en fyrirtækið lagði reglulega til hliðar í árshátíðarsjóð og nýtti svo tækifærið og fór starfsfólkið utan um síðustu helgi.
Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman.
Árshátíðin var afar glæsileg og haldin í spænska salnum í Prag kastalanum þar sem þau Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.
Óhætt er að segja að starsfólkið, sem lagt hefur mikið á sig í faraldrinum undanfarin ár, hafi skemmt sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati