Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gistirými tvöfaldast við stækkun hótels
Gistirými Hótels Vestmannaeyja tvöfaldast við stækkun þess. Framkvæmdir standa sem hæst við nýbyggingu sem stefnt er að því að verði opnuð í maí.
Úr 21 herbergi í 43
Stækkun hótelsins hófst fyrir rúmu ári. Þá var um ár liðið frá því að hjónin Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason tóku við rekstri Hótels Vestmannaeyja. Fljótlega sáu þau að þörf var á fleiri herbergjum en þau verða 43 eftir stækkunina, rúmlega tvöfalt fleiri en í dag. Með tilkomu lyftu verður aðgengi betra en áður.
Gestir umburðarlyndir vegna hávaða
Iðnaðarmenn vinna sig upp hæðirnar fjórar og eru fyrstu tvær langt komnar. Adda Jóhanna segir að það geti verið erfitt að reka hótel og byggja við það á sama tíma.
En gestirnir hafa verið mjög þægilegir og umburðarlyndir gagnvart ýmsum hljóðum. Þetta hefur gengið vel.
, sagði Adda Jóhanna í samtali við fréttastofu RÚV.
Mynd: af facebook síðu Hótels Vestmannaeyja.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum