Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gísli Matt í brennidepli, MatMenn í heimsókn á Slippnum

F.v. Bjartur Birkisson, Gísli Matthías Auðunsson og Davíð Stefán Hanssen.
Davíð og Bjartur, þáttastjórnendur MatManna, ræða við Gísla Matt um íslenska matarmenningu.
Gísli Matthías Auðunsson, eða Gísli Matt eins og hann er jafnan kallaður, er viðmælandi Matmanna að þessu sinni. Hann er matreiðslumaður, frumkvöðull og einn helsti talsmaður íslenskrar matarmenningar. Gísli er hvað þekktastur fyrir Slippinn í Vestmannaeyjum sem hann stofnaði og rak ásamt fjölskyldu sinni. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda og hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir nýstárlega matargerð sem á rætur í hefðum og hráefni úr heimabyggð.
Auk Slippsins hefur Gísli komið að fjölmörgum verkefnum. Hann var meðal stofnenda veitingastaðarins Skál í Hlemmi Mathöll sem hlaut viðurkenningu í Michelin-leiðarvísinum, og hann rekur einnig dótturstað Slippsins sem ber nafnið Næs, auk fleiri veitingastaða í Eyjum. Þá gaf hann út bókina SLIPPURINN: Recipes and Stories from Iceland sem kom út á heimsvísu og hefur verið gefin út í yfir 70 löndum.
Gísli hefur alla tíð lagt áherslu á ferskt, staðbundið og sjálfbært hráefni og hefur skapað sér orðspor fyrir skapandi nálgun á íslenska matargerð. Hann hefur jafnframt tjáð sig opinberlega um áskoranir veitingarekstrar á Íslandi. Áhugi hans á matargerð kviknaði snemma og því lá leiðin í Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.
Mikilvægasti áfanginn á ferli hans var þó opnun Slippsins í Vestmannaeyjum árið 2012. Þar festi hann sig í sessi sem einn af fremstu og athyglisverðustu kokkum landsins. Nú er staðurinn á sínu síðasta starfsári og lýkur þar tímabili sem hefur haft djúp áhrif á íslenska matarmenningu. Frá upphafi hefur Slippurinn verið tákn um metnað, frumkvæði og sterk tengsl við náttúruna og hráefnin.
Strákarnir í MatMenn fóru til Vestmannaeyja um helgina og tóku viðtal við Gísla Matt á Slippnum rétt fyrir lokun staðarins. Þátturinn er þegar kominn út og má hlusta á hann á Spotify, YouTube og Apple Podcast. Næstu þrjár vikur munu þeir svo senda út fleiri þætti með viðmælendum úr Vestmannaeyjum.
Horftu á viðtalið með Gísla Matt í heild sinni hér að neðan
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





