Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli býður upp á íslenskt hráefni á menningarhátíð í Nuuk í Grænlandi
Þar verður margt menningartengt efni frá Vestnorrænu löndunum, Færeyjar, Ísland og Grænland á menningarhátíð sem hófst í morgun í Nuuk í Grænlandi og stendur yfir í tvo daga. Kvikmyndin Órói verður sýnd, tónlistaviðburðir, þjóðlegur matur í öndvegi verður á hátíðinni, matreiðslumenn með kynningu á matarmenningu þjóðanna og margt fleira. Gísli Matthías Auðunsson, yfirmatreiðslumaður Slippsins í Vestmannaeyjum fer fyrir hönd Ísland og býður upp á spennandi rétti úr íslensku hráefni.
Föst-, og laugardagskvöld verður sérréttamatseðill með réttum frá matreiðslumönnunum og mun hver réttur kosta 100 krónur danskar (2200 kr. ísl). Á laugardagsmiðdegi verður pinnamatur með réttum frá öllum matreiðslumönnunum.
Réttirnir sem Gísli ætlar að bjóða upp á eru:
1. réttur:
Þorskhnakki með nípumauki, nýjum kartöflum, grófkornasinnepi og kryddjurtavinaigrette.
2. réttur:
Lambainnralæri með rauðrófumauki, fenníku, sólselju og brenndu smjöri.
Pinnamatur:
Reykt ýsa frá Vestmannaeyjum með rúgbrauði og piparrót.
Grænlenskar raukur með sólselju og stökku brauði.
Létt grafin bleikja með sítrónu og kapers.
Myndir og nánari umfjöllun verður birt síðar.
Myndir: Aðsendar
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast