Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli

Birting:

þann

Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli

Skál er staðsett við Njálsgötu 1 í Reykjavík

Sagan um smurbrauðið nær allt til Danmerkur á 19. öld sem var upphaflega kallað „smørrebrød“ og var einföld máltíð fyrir vinnandi fólk, sérstaklega verkamenn sem þurftu orkuríkan hádegisverð.

Oftast var rúgbrauð notað sem brauðtegund sem var smurt með smjöri og síðan ýmsa afgangs matarleifar, svo sem kjöt, fisk, egg og grænmeti.

Á 20. öld fór smurbrauðið að þróast í meira eins og listaverk, þar sem ólík hráefni voru sett saman. Í dag er smurbrauð vel þekkt á heimsvísu og er framreitt nýstárlegar útgáfur af þessari sígildri, skandinavísku máltíð.

Skál býður upp á girnilegan jólamatseðli í hádeginu sem inniheldur 5 tegundir af smurbrauði ásamt fisk-, og kjötrétt og möndlugraut í eftirrétt.

Smurbrauð

Mælt er með tveimur smurbrauðssneiðum á mann.

Egg og rækjur, rúgbrauð, mæjó, sítróna og karsi -2950

Kartöflur, rúgbrauð, skessujurt, mæjó og lauk – 2650

Reyktur lax, rúgbrauð, eggjasalat, laufkál og rósa rjóma – 3250

Roastbeef, rúgbrauð, pikklaðar rauðrófur, remúlaði og steiktan lauk – 3350

Rauðspretta, rúgbrauð, mæjó, rækjur og sítróna – 3950

Fiskréttir

Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli

Bleikja 2.0
Þetta er vinsælasti rétturinn hjá Skál frá upphafi í uppfærðum búningi.

Hörpuskel úr Djúpinu, rifsber, piparrótar rjómi og dill olía – 3950

Bleikja 2.0, kartöflumauk, rauðrófur, reykt smjör, laukar og kapers – 4150

Kjötréttur

Lamba framhryggjavöðvi, seljurót, laukar og soðsósa – 4350

Eftirréttur

Möndlugrautur, kirsuberjasósa, karamelluserað hvítsúkkulaði – 2650

Myndir: skalrvk.com / Björn Árnason

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið