Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gestakokkar setja svip sinn á sumarið á Berunesi

Birting:

þann

Gestakokkar setja svip sinn á sumarið á Berunesi

Berunes við Berufjörð.
Sögufrægur staður sem hefur tekið á móti gestum í áratugi og sameinar menningu, mat og náttúrufegurð.

Berunes hefur í sumar verið sannkallaður vettvangur matarmenningar þar sem gestakokkar hafa skipst á að setja sinn svip á eldhúsið. Þar hefur verið boðið upp á fjölbreyttan og metnaðarfullan mat þar sem hágæða hráefni úr héraði hafa ráðið för.

Gestakokkar setja svip sinn á sumarið á Berunesi

Tomislav Kulic.
Þegar kaffið klárast, fær filterinn annað líf.

Nýverið lauk tímabilinu hjá gestakokkinum Tomislav Kulic sem þakkað er kærlega fyrir frábærar vikur og vel unnin störf í eldhúsinu. Við keflinu tekur nú Olivier Gruau frá Forréttabarnum, sem eldar í þessari viku ásamt Róberti Ólafssyni matreiðslumeistara og eiganda Forréttabarsins. Þeir leiða saman krafta sína í fjögurra rétta síbreytilegri veislu sem borin er fram öll kvöld fram að lokun.

Róbert á rætur að rekja til Berunes en hann ólst þar upp og tók sín fyrstu skref í eldhúsinu undir handleiðslu móður sinnar, Önnu, og ömmu sinnar, Sigríðar. Síðan hefur hann starfað í eldhúsum bæði á Íslandi og erlendis í yfir þrjá áratugi. Nú snýr hann aftur á bernskustöðvarnar og deilir ástríðu sinni fyrir matargerð með heimafólki og gestum.

Lokaveisla sumarsins fer fram sunnudaginn 7. september og er því um að gera að tryggja sér borð í tæka tíð. Á matseðlinum má finna hráefni úr héraði á borð við villibráð, lambakjöt, ber og ferskan þorsk. Verð fyrir fjögurra rétta kvöldverð er 7.650 krónur.

Borðapantanir fara fram á berunes.is.

Myndir: facebook / Berunes

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið