Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gestakokkar setja svip sinn á sumarið á Berunesi

Berunes við Berufjörð.
Sögufrægur staður sem hefur tekið á móti gestum í áratugi og sameinar menningu, mat og náttúrufegurð.
Berunes hefur í sumar verið sannkallaður vettvangur matarmenningar þar sem gestakokkar hafa skipst á að setja sinn svip á eldhúsið. Þar hefur verið boðið upp á fjölbreyttan og metnaðarfullan mat þar sem hágæða hráefni úr héraði hafa ráðið för.
Nýverið lauk tímabilinu hjá gestakokkinum Tomislav Kulic sem þakkað er kærlega fyrir frábærar vikur og vel unnin störf í eldhúsinu. Við keflinu tekur nú Olivier Gruau frá Forréttabarnum, sem eldar í þessari viku ásamt Róberti Ólafssyni matreiðslumeistara og eiganda Forréttabarsins. Þeir leiða saman krafta sína í fjögurra rétta síbreytilegri veislu sem borin er fram öll kvöld fram að lokun.
- Olivier Gruau
- Róbert Ólafsson
Róbert á rætur að rekja til Berunes en hann ólst þar upp og tók sín fyrstu skref í eldhúsinu undir handleiðslu móður sinnar, Önnu, og ömmu sinnar, Sigríðar. Síðan hefur hann starfað í eldhúsum bæði á Íslandi og erlendis í yfir þrjá áratugi. Nú snýr hann aftur á bernskustöðvarnar og deilir ástríðu sinni fyrir matargerð með heimafólki og gestum.
Lokaveisla sumarsins fer fram sunnudaginn 7. september og er því um að gera að tryggja sér borð í tæka tíð. Á matseðlinum má finna hráefni úr héraði á borð við villibráð, lambakjöt, ber og ferskan þorsk. Verð fyrir fjögurra rétta kvöldverð er 7.650 krónur.
Borðapantanir fara fram á berunes.is.
Myndir: facebook / Berunes
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park












