Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Geiri Smart er nýr veitingastaður á Hverfisgötunni
Stífbónaður og spánnýr veitingastaður í hjarta miðbæjarins hefur verið opnaður, en dyrnar voru teknar úr lás þann 1. júlí s.l. Geiri Smart er veitingastaðurinn en hann er fágaður, fjörugur og litríkur eins og karakterar í 101 Reykjavík.
Geiri Smart tekur 85 manns í sæti og er staðsettur við Hverfisgötu 30 og er einn af veitingastöðunum í nýja Canopy hótelinu. Veitingastaðurinn er á jarðhæð við Hverfisgötuna og á 2. hæð í hjartargarðinum er bistró staður sem tekur um 20 matargesti í sæti ásamt barsvæði og svo kemur til með að bætast við útisvæði þegar framkvæmdum þar lýkur.
Að auki er fallegt kaffihús sem er á Smiðjustígnum í andyri aðalinngangs á hótelinu þar sem hægt er að taka allskyns góðgæti með sér, samlokur, smoothie, margar tegundir af kaffi svo fátt eitt sé nefnt.
Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli Jakobsson eru yfirkokkar. Veitingastjóri er Jóel Salómon Hjálmarsson, Alba E. Hough er vínspekúlant og Ívan Svanur Corvasce hristir drykkina eins og vindurinn.
„Okkar sérstaða er fyrst og fremst nútíma matreiðsla úr fyrsta flokks hráefni sem við kjósum að nota hverju sinni,“
sagði Bjarni Siguróli í samtali við veitingeirann. Bjarni fór með fréttamann veitingageirans í skoðunarferð um hótelið sem er glæsilegt og öll hönnun vel heppnuð.
Daglega setur eldhúsið saman fimm rétta seðillinn, „ Í Spilun“ en öll hugtök sem þau nota beintengjast tónlistaþemanu á Geira Smart. Matseðillinn í heild sinni samanstendur af ýmiskonar réttum sem eru þess eðlis að einn til tveir eru máltíð í léttari kantinum en mælt er með þremur til fjórum til að seðja hungur.
Leiksvið eldhússins er gefið lausan tauminn með „Óútgefnu Efni“. Hér fá kokkarnir tækifæri á að spila af fingrum fram með rétti sem annað hvort koma til með að festa sig inná matseðli síðar meir eða eru einungis í boði í stuttan tíma vegna takmarkaðs framboðs af áhugaverðu hráefni.
Matreiðslan er árstíðarbundin og þarafleiðandi nota þau langmest af því úrvals íslensku hráefni sem er í boði hverju sinni.
„Við hikum hinsvegar ekki við að sækja vatnið yfir lækinn og nýtum okkur það að gæða hráefni finnst líka í öðrum heimshornum. Danskir Unika ostar, Ibérico grís og USGF naut eru til að mynda á seðlinum okkar þessa dagana. Það má vera að grunnurinn okkar sé skandinavískur en við kjósum að takmarka okkur ekki við það. Reglan er að það eru engar reglur.“
segir Bjarni.
Canopy Reykjavík City Centre er lífstílshótel og það er fátt annað sem stjórnar þeirra lífstíl hérna á klakanum meira er veðurfarið. Vínlistinn á Geira Smart er óður til þess lífstíls og samanstendur einungis af vínum úr köldu loftslagi. Við Íslendingar getum öll tengt við það hvernig er að vera pínulítið vínber að hríslast um í roki, rigningu og frosti en aftur á móti vitum við að mótlæti skapar staðfestu.
Það er heill heimur af vínviðum sem þrífast í kulda og gefa af sér hágæða vín. Því miður hafa þau hinsvegar ekki náð neinni fótfestu hér. Ennþá. Svo virðist vera sem að eina leiðin til að þessi vín fái sína réttmætu athygli er hreinlega að gefa fólki tækifæri á að smakka þau með mat.
Mynd af Geira Smart: Smári
Matar- og hópmynd: facebook / Geiri Smart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig