Frétt
Garri öflugur bakhjarl matvælabrautar VMA
Heildverslunin Garri hefur undanfarin ár verið einn öflugasti bakhjarl matvælabrautar í Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) með m.a. ríkulegum afslætti af hinum ýmsu rekstrarvörum fyrir kennsluna á matvælabrautinni.

Á dögunum voru Jón Daníel og Sigurjón Bragi frá Garra með námskeið fyrir nemendur í öðrum bekk í matreiðslu
Á dögunum voru Jón Daníel og Sigurjón Bragi frá Garra með námskeið fyrir nemendur í öðrum bekk í matreiðslu á matvælabraut VMA þar sem þeir kynntu notkun á Sosa-vörum í matreiðslu.
Sama kvöld var heit æfing hjá matreiðslunemunum þar sem fulltrúum Garra var boðið að koma og við það tækifæri þakkaði Benedikt Barðason skólameistari Júlíu Skarphéðinsdóttur frá Garra, sem jafnframt er formaður Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, fyrir stuðninginn við matvælabrautina.
Myndir: vma.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum