Frétt
Garri öflugur bakhjarl matvælabrautar VMA
Heildverslunin Garri hefur undanfarin ár verið einn öflugasti bakhjarl matvælabrautar í Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) með m.a. ríkulegum afslætti af hinum ýmsu rekstrarvörum fyrir kennsluna á matvælabrautinni.
Á dögunum voru Jón Daníel og Sigurjón Bragi frá Garra með námskeið fyrir nemendur í öðrum bekk í matreiðslu á matvælabraut VMA þar sem þeir kynntu notkun á Sosa-vörum í matreiðslu.
Sama kvöld var heit æfing hjá matreiðslunemunum þar sem fulltrúum Garra var boðið að koma og við það tækifæri þakkaði Benedikt Barðason skólameistari Júlíu Skarphéðinsdóttur frá Garra, sem jafnframt er formaður Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, fyrir stuðninginn við matvælabrautina.
Myndir: vma.is
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt9 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur