Markaðurinn
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi kryddnámskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018
Krydd í tilveruna: Nordic Spice námskeið
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.
Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Um er að ræða tvö ólík námskeið:
6. febrúar 13:30 til 16:30
A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.
7. febrúar 13:30 til 16:30
Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á rétttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.
Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.
Lærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman martreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.
Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:
– Rétt meðhöndlun þurrkuðu kryddi og kryddjurtum
– Nýjar uppskriftir
– Matreiðslumaður frá Nordic Spice á staðnum matreiðir spennandi rétti
Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.
Ath. Námskeiðin fer fram á ensku.
Skráning er hafin á www.garri.is/namskeid
Heimasíða Nordic Spice.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum