Markaðurinn
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi kryddnámskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018
Krydd í tilveruna: Nordic Spice námskeið
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.
Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Um er að ræða tvö ólík námskeið:
6. febrúar 13:30 til 16:30
A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.
7. febrúar 13:30 til 16:30
Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á rétttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.
Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.
Lærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman martreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.
Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:
– Rétt meðhöndlun þurrkuðu kryddi og kryddjurtum
– Nýjar uppskriftir
– Matreiðslumaður frá Nordic Spice á staðnum matreiðir spennandi rétti
Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.
Ath. Námskeiðin fer fram á ensku.
Skráning er hafin á www.garri.is/namskeid
Heimasíða Nordic Spice.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi