Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Garðurinn opnar í Smáralind með þrettán nýjum veitingastöðum
Garðurinn, ný og glæsileg mathöll, hefur opnað í Smáralind. Garðurinn er einn metnaðarfyllsti áfanginn í þróun Smáralindar til þessa og markar nýtt tímabil í upplifun gesta. Mathöllin hefur að geyma fjölbreytt úrval veitingastaða og er umgjörðin allt önnur en áður hefur þekkst í verslunarmiðstöðvum á Íslandi.
Í Garðinum eru þrettán veitingastaðir sem bjóða allt frá fljótlegum og aðgengilegum mat til hágæða matarupplifunar og lengri opnunartíma. Staðirnir eru: Gaeta Gelato, Sbarro, Serrano, Subway, 5 spice by XO, Topwings, Neó pizza, Yuzu, Abuela Lola, Funky Bhangra, Djúsí sushi, La Trattoria og Hjá Höllu.
Svæðið sjálft er hannað af Basalt Arkitektum og rúmar tæplega 600 gesti. Áhersla var lögð á að skapa hlýlegt veitingasvæði þar sem fólki líður vel og getur notið matar og samveru í fallegu umhverfi. Hluti af mathöllinni er í nýrri viðbyggingu við Smáralind, einskonar garðskála, en stækkunin nemur tæplega 400 m2.
Garðurinn er staður þar sem fólk hittist, slappar af og hefur gaman en rýmið einkennist af ríkulegum gróðri og afslappaðri stemningu. Þá tengist nafnið líka sögu Smáralindar enda er mathöllin staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn.
„Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum Smáralindar í Garðinum. Þar verður hugguleg stemning með reglulegum uppákomum á kvöldin og einstaklega ánægjulegt að Elín Hall verði með tónleika næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.
Með tilkomu Garðsins verður veitingaúrval Smáralindar fjölbreyttara og betra en nokkru sinni fyrr. Nú geta gestir notið matar og drykkja í glæsilegu umhverfi og setið fram eftir kvöldi í góðum félagsskap, “
segir Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindar.
Myndir: Róbert Arnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







