Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla kaupfélagið breytti heildarkonseptinu og er nú matstofa
Gamla kaupfélagið á Akranesi var enduropnað með nýjum áherslum fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn.
„Við breyttum heildarkonseptinu og nú er þetta ekki hefðbundinn veitingastaður lengur, heldur matstofa,“
segir Gunnar Hafsteinn Ólafsson, einn af eigendum Gamla kaupfélagsins í samtali við Skessuhorn.
Matstofan er opin alla virka daga frá kl. 11:30-14 og boðið er upp á fimm heita rétti alla daga, einn rétt dagsins, sem breytist milli daga, purusteik, sem er alltaf í boði og þrjá rétti vikunnar, kjúklingarétt vikunnar, vegan rétt vikunnar og fiskrétt vikunnar.
Að auki fylgir öllum réttum súpa dagsins og kaffi.
„Hugmyndin er að þetta sé heimilislegt, notalegt og skemmtilegt. Fólk á að geta komið og borðað hjá okkur þó það taki bara stutt matarhlé. Það á ekki að vera nein bið eftir matnum og þú átt að geta farið inn og út á korteri ef þú kýst,“
segir Gunnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um breytingarnar hér.
Myndir: facebook / Gamla kaupfélagið
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







