Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla kaupfélagið breytti heildarkonseptinu og er nú matstofa
Gamla kaupfélagið á Akranesi var enduropnað með nýjum áherslum fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn.
„Við breyttum heildarkonseptinu og nú er þetta ekki hefðbundinn veitingastaður lengur, heldur matstofa,“
segir Gunnar Hafsteinn Ólafsson, einn af eigendum Gamla kaupfélagsins í samtali við Skessuhorn.
Matstofan er opin alla virka daga frá kl. 11:30-14 og boðið er upp á fimm heita rétti alla daga, einn rétt dagsins, sem breytist milli daga, purusteik, sem er alltaf í boði og þrjá rétti vikunnar, kjúklingarétt vikunnar, vegan rétt vikunnar og fiskrétt vikunnar.
Að auki fylgir öllum réttum súpa dagsins og kaffi.
„Hugmyndin er að þetta sé heimilislegt, notalegt og skemmtilegt. Fólk á að geta komið og borðað hjá okkur þó það taki bara stutt matarhlé. Það á ekki að vera nein bið eftir matnum og þú átt að geta farið inn og út á korteri ef þú kýst,“
segir Gunnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um breytingarnar hér.
Myndir: facebook / Gamla kaupfélagið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







