Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gallery Restaurant á Hótel Holti tekur þátt í Goût de France | 1.000 veislur í 150 löndum í öllum heimsálfunum
Frönsk matgerðarlist er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Á morgun fimmtudaginn 19. mars 2015 verða haldnar 1.000 veislur í veitingahúsum og sendiráðum í 150 löndum í öllum heimsálfunum fimm undir heitinu Goût de France / Good France.
Sjálfir Versalir verða undirlagðir því þar verður öllum sendiherrum erlendra ríkja með aðsetur í Frakklandi haldinn kvöldverður. En hvar í heimi sem veislan verður haldin er það hin franska matgerðarlist sem verður í öndvegi og gestum boðinn „franskur kvöldverður“.
Öll veitingahús, sem taka þátt í veislunni, leggja sitt af mörkum til kvikrar, skapandi og leitandi matgerðarlistar og halda jafnframt í heiðri gömlu gildin: Samneyti, gleði, virðingu fyrir matarnautninni og fyrir umhverfinu. Matstaðirnir spanna allan skalann, frá grillhúsum til stjörnustaða, og bjóða máltíðir úr ferskum afurðum sem upprunnar eru af næstu grösum, og ber að fara hóflega með fitu, sykur, salt og prótín.
Goût de France / Good France verður líka í boði á Íslandi, í Gallery Restaurant á Hótel Holti. Við erum himinlifandi yfir að Friðgeir Ingi matreiðslumaður skuli hafa komist á lista þeirra 1.000 veitingahúsa í heiminum sem standa að veislunni.
Friðgeir Ingi lauk próf frá Hótel- og matvælaskólanum árið 2001. Að námi loknu bjó hann í fimm ár í Frakklandi og varð þar matreiðslumeistari á Domaine de Clairfontaine, sem prýddur er Michelinstjörnu. Á þeim stað vann hann við hlið Philippes Girardons, en sá hlaut viðurkenninguna „Matreiðslumaður ársins“ í Frakklandi árið 1997.
Árið 2007 keppti Friðgeir Ingi fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or keppninni, þekktustu matreiðslukeppni í heimi, og hreppti þar 8. sæti.
Eftir að hann fluttist aftur til Íslands tók hann við Gallery Restaurant ásamt föður sínum og býður þar listilega matseðla sem bera greinileg frönsk áhrif.
Friðgeir Ingi hefur ákveðið að fimm prósenta framlagið af tekjum kvöldsins, sem áskilið er að renni til frjálsra félagasamtaka sem starfa að almenningsheill, falli í skaut slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.
Matseðillinn sem að Friðgeir býður upp á er:
Andalifrarterrína og rauðvínssoðin pera „mille feuille”.
Mareneraður humar og hörpuskel með saffrankryddarði kræklingafroðu.
Langtímaeldaður þorskur með fennel og kálfasafa.
Lambalundir „Wellington”.
Úrval franskra osta borið fram með klettasalati og truffle vínagrettu.
Manjari súkkulaði frá Valrhona.
13.900.-
Goût de France myndir: Pierre Monetta
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni15 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars










