Vertu memm

KM

Galadinner KM

Birting:

þann

Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti KM

Um árabil hefur Klúbbur Matreiðslumeistara hafið nýtt starfsár með glæsilegum hátíðarkvöldverði, sem nú í 22 ár hefur skipað sér fastan sess í samkvæmislífi landans.
Fastagestir eru fjölmargir og eftirspurn eftir sætum jafnan meiri en framboð á þessu kvöldi, þar sem gestir fá notið alls þess besta sem völ er á í mat og drykk.
Undirbúningur kvöldsins tekur marga mánuði og fjöldi fólks kemur að þeirri vinnu í sjálfboðastarfi.

Klúbbur Matreiðslumeistara nýtur einnig stuðnings birgja og annarra velunnara til verksins.
Kvöldverðurinn er ein helsta fjáröflun Klúbbs Matreiðslumeistara sem gerir út landslið Íslands í matreiðslu og stýrir fjölda annarra faglegra verkefna.

Landsliðið okkar kom á dögunum heim með tvö gull og tvö silfur frá Ólympíuleikum matreiðslumanna í Þýskalandi sem er besti árangur liðsins til þessa.
Í kjölfarið væntum við þess að Ísland hækki úr 9. sæti á styrkleikalista alheimssamtakanna, þar sem það er nú.

Gissur Guðmundsson, fyrrverandi forseti Klúbbs Matreiðslumeistara var kjörin forseti alheimssamtakanna WACS, fyrr á þessu ári ásamt Hilmari B. Jónssyni varaforseta og Helga Einarssyni sem ritara.
Samtökin telja um 8 milljónir félagsmanna í 84 löndum.

Hátíðarkvöldverður ársins 2009 verður haldinn laugardagskvöldið 10. janúar í nýjum og glæsilegum salarkynnum Bláa Lónsins – Lava.
Þema kvöldsins að þessu sinni er “Heitur vetur” og ætla matreiðslumeistarar kvöldsins að framreiða rétti úr íslensku hráefni með suðrænum blæ.

Kvöldverðurinn hefst klukkan 18:00 með móttöku gesta.

Auglýsingapláss

Forseti Íslands er ávallt boðinn sem heiðursgestur þetta kvöld.

Gleðin og dýrðin verður alls ráðandi sem endurspeglast í skemmtiatriðum og tónlistaflutningi.
Atvinnudansararnir Ásta Sigvaldadóttir margfaldur Danmerkurmeistari og Przemek Lowicki margfaldur Póllandsmeistari sýna okkur m.a.eldheita suður-ameríska dansa.
Saman hafa þau unnið Íslandsmeistaratitil og voru í 9. sæti á síðasta heimsmeistaramóti.

Tónlistin verður í flutningi Tómasar R. Einarssonar, bræðranna Ómars og Óskars Guðjónssona ofl. ásamt söngvurunum Ragnheiði Gröndal og Bogomil Font.

Kvöldinu lýkur með dansleik þar sem í bland við salsatónlist munu heyrast stórsveitartónar.

Sigurður Þórir Sigurðsson myndlistamaður hefur málað verk sem prýðir undirdisk gesta.
Mun hann einnig sýna hluta af verki sínu “Tíminn og vatnið”

Kveðja

Auglýsingapláss

Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti KM

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið